Innlent

Þagnarbindindi í ræðu­stól Al­þingis

Jón Þór Stefánsson skrifar
Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins.
Karl Gauti Hjaltason er þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, fór með ansi óvenjulega ræðu á Alþingi í dag. Hann sagði ræðu sína munu hugnast ríkisstjórninni vel og þagði svo í tæpa mínútu.

„Frú forseti, ég ætla að halda ræðu hér um veiðigjöldin, ræðu sem hugnast stjórninni vel,“ sagði Karl Gauti sem þagði síðan um nokkurra hríð.

Á meðan Karl Gauti þagði mátti heyra úr þingsalnum ummæli líkt og „Þetta er betra en ég hef séð áður“ og „Má gefa andsvar?“

Karl Gauti rauf síðan þagnarbindindi sitt eftir um 44 sekúndur og sagði: „Þetta er sú ræða sem stjórnin vill heyra. Hún vill ekki heyra. Hún vill ekki heyra nein rök á móti frumvarpinu sínu.“

Þess má geta að skömmu síðar var frumvarp um veiðigjöld samþykkt á Alþingi.


Tengdar fréttir

Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum hefur verið samþykkt af meiri hluta Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×