Íslenski boltinn

Árni farinn frá Fylki

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Árni Freyr stoppaði stutt hjá Fylki.
Árni Freyr stoppaði stutt hjá Fylki. fylkir

Árni Freyr Guðnason er hættur störfum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Árangur Fylkismanna hefur verið langt undir væntingum og liðið er rétt ofan við fallsvæðið.

„Knattspyrnudeild Fylkis og Árni Freyr Guðnason hafa komist að samkomulagi um að Árni Freyr láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla frá og með deginum í dag, 14. júlí. 

Stjórn knattspyrnudeildar Fylkis þakkar Árna Frey fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum góðs gengis í framtíðinni. Knattspyrnudeild Fylkis hefur hafið leit að nýjum þjálfara meistaraflokks karla“ segir í tilkynningu Fylkis á Facebook.

Árni Freyr var ráðinn til starfa eftir síðasta tímabil. Hann tók við af Rúnari Páli Sigmundssyni sem hætti störfum eftir að fall Fylkis úr efstu deild varð staðreynd. Árni stýrði ÍR áður við góðan árangur.

Fylkir er í níunda sæti Lengjudeildarinnar með tíu stig eftir tólf umferðir, jafnt Selfossi að stigum og aðeins einu stigi ofar en neðstu liðin tvö, Fjölnir og Leiknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×