Fótbolti

Toone með sögu­lega full­komna töl­fræði

Siggeir Ævarsson skrifar
Ella Toone fagnar marki og þakkar æðri máttarvöldum í leiðinni
Ella Toone fagnar marki og þakkar æðri máttarvöldum í leiðinni Vísir/Getty

Ella Toone, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, náði sögulega mögnuðum tölfræðilegum árangri í 6-1 sigurleik Englands og Wales í gær.

Toone skoraði annað mark Englands og lagði síðan upp næstu tvö en hún gerði sér einnig lítið fyrir og klúðraði ekki einni einustu af þeim 20 sendingum sem hún gaf í leiknum. Hún varð þar með fyrsti leikmaður í sögu Evrópumóts kvenna sem nær að skora, gefa stoðsendingu og ná 100 prósent sendinganákvæmni í einum og sama leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×