Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 15. júlí 2025 12:06 Sólin síðustu daga hefur haft áhrif á klæðingar á vegum landsins en þær þola hitann verr en malbikið. Vísir/Vilhelm Bikblæðinga hefur orðið vart um nánast allt land eftir hlýindin síðustu daga og staðan orðin mjög slæm á Norðurlandi. Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“ Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Vegagerðin varaði í gær vegfarendur við bikblæðingum. Slíkar blæðingar verða eftir að yfirborð klæðingar á vegum hitnar mikið. Þetta skapar hættu fyrir vegfarendur þar sem bik og möl geta fest á hjólbörðum og hálka myndast. „Það er mjög mikil sól og heitt. Lúxusvandamál í dag á Íslandi. Þetta eru aðstæður sem eru mjög óheppilegar fyrir okkur þar sem við erum komin með mjög bikríkar klæðingar og steinefnin farin úr yfirborðinu þá á klæðingin það til að blæða og aðstæður verða hinar verstu fyrir vegfarendur,“ segir Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdastjóri þjónustusviðs Vegagerðarinnar. Blæðinganna hafi orðið vart á vegum nánast um allt land. Ástandið sé mjög slæmt víða á Norðurlandi. „Eyjafirði og eiginlega á milli Akureyrar og Mývatns. Töluvert á Austurlandi líka.“ Blæðingarnar verða á vegum sem eru með klæðingu en ekki malbikaðir. Slíkir vegir eru oft á fáfarnari stöðum þar sem þetta er margfalt ódýrara en að malbika. Bergþóra segir erfiðar aðstæður fyrir ökumenn geta myndast þar sem bikblæðinga hefur orðið vart. „Þetta er alltaf hættulegt. Þannig að um leið og við heyrum eða sjáum þá bregðumst við hratt við. Við höfum verið fyrst og fremst núna að reyna að kæla yfirborðið. Við höfum verið að vökva. Við höfum síðan verið að dreifa í raun og veru grófum sandi í blettina og að sjálfsögðu erum við alltaf að skilta þetta eins og skot og við höfum verið að lækka hraðann og viljum hvetja vegfarendur eindregið til að virða merkingarnar og lækka hraðann þegar þeir koma inn á svona svæði.“ Þekkt sé að svona gerist þegar heitt er úti. „Alls staðar þar sem að erlendis menn nota klæðingar þá er þetta þekkt vandamál að ef að hiti verður of mikill og sól sterk.“ Þegar sólin skín nær allan sólarhringinn líkt hafi það oft svona í för með sér. „Sem dæmi í gær vorum við að mæla yfirborðshita á þessum blettum næstum upp í fimmtíu gráður og það er ekki hagstætt fyrir klæðingu. Hún þolir illa svona hita.“
Umferðaröryggi Akureyri Þingeyjarsveit Mest lesið Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Þrjár ungar konur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira