Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Agnar Már Másson skrifar 15. júlí 2025 18:46 Samkaup reka Nettó en fjárfestingafélagið Skel rekur Orkuna og á þriðjungsjungshlut í lágvöruversluninni Prís. Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna Orkunnar og Samkaupa. Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna. Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Í maí 2024 greindu Samkaup frá því í tilkynningu að viðræður væru hafnar um mögulegan samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar. Samkaup og Heimkaup sameinuðust í maí. Skilyrði vegna kaupanna voru að Samkeppniseftirlitið (SKE) samþykkti að í viðskiptunum fælist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. grein samkeppnislaga. Í tilkynningu sem fjárfestingafélagið Skel, sem á Orkuna, sendi út í dag segir að SKE hafi lokið rannsókn en það hafi litið til upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða hafi verið aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti, segir í tilkynningu Skeljar. SKE telji því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa. „Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt og ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí,“ segir í tilkynningunni. Í júlí var tuttugu og tveimur sagt upp á skrifstofu Samkaupa í hagræðingarskyni en árið 2024 nam tap Samkaupa 900 milljónum króna saman borið við 267 milljóna króna hagnað árið 2023. Samkaup reka rúmlega 60 verslanir víðs vegar um landið undir vörumerkjunum Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Og sem fyrr segir heyra Heimkaup undir Samkaup. Orkan starfrækir 72 orkustöðvar, 10 þvottastöðvar undir merkjum Löðurs, 6 hraðhleðslustöðvar, 2 vetnisstöðvar og 1 metanstöð. Þá á félagið 32 fasteignir og lóðir víðs vegar um landið, auk annarra eigna.
Skel fjárfestingafélag Bensín og olía Matvöruverslun Samkeppnismál Verslun Mest lesið Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira