Golf

Meistara­mót Golf­klúbbs Grinda­víkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum að­eins“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd frá Veðurstofu Íslands af eldgosinu í dag. 
Mynd frá Veðurstofu Íslands af eldgosinu í dag.  Veðurstofa Íslands/Getty/Joseph Weiser

Golfklúbbur Grindavíkur hefur sent frá sér stutt skilaboð vegna stórfrétta dagsins á Reykjanesinu.

Tólfta gosið á Reykjanesnesinu hófst í nótt og það hefur mikil áhrif á eitt íþróttafélag á þessum slóðum.

Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti nefnilega að hefjast í dag og standa fram á laugardag. Árlegt mót þar sem kemur í ljós hverjir verða meistarar klúbbsins.

Þetta er fjögurra daga mót og lokahófið átti síðan að vera á laugardagskvöldið.

Það verður skiljanlegt ekkert af því að fyrsti hringurinn verði spilaður í dag enda eldgos í næsta nágrenni.

Skilaboðin á samfélagsmiðlum voru: „Og við hinkrum aðeins með fyrsta dag í meistaramóti...“ Það er því ekki búið að aflýsa mótinu eins og er.

Kylfingar í golfklúbbi Grindavíkur þurfa því enn á ný að breyta sínu skipulagi vegna eldsumbrotanna sem hafa staðið yfir í nágrenninu síðan eldgosahrina sem hófst í desember 2023 við Sundhnúksgíga norðan Grindavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×