Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 08:02 Þorsteinn og Logi eru spenntir fyrir því að lýsa saman golfi á ný. Vísir/Samsett Opna breska meistaramótið í golfi fer fram um helgina og hófst raunar snemma í morgun. Rory McIlroy mun þar leika á heimavelli en hann bognaði undan pressu síðast þegar mótið fór fram á Norður-Írlandi. Gamlir félagar endurnýja kynnin í lýsingu mótsins á Sýn Sport. „Tilfinningin er alltaf góð fyrir Opna mótinu. Þetta fer snemma af stað, við byrjum útsendingu klukkan 5:30 í fyrramálið og verðum til 19:00 annað kvöld. Þetta eru langir dagar en gríðarlega skemmtilegir dagar. Það er fátt betra en að vakna við gott golf að morgni og liggja svo yfir sjónvarpinu allan daginn,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson um mótið en hann mun lýsa því á Sýn Sport 4 frá fimmtudegi til sunnudags. McIlroy og Scheffler þykja líklegir til árangurs en þeir hafa unnið eitt stórmótið hvor í ár.Michael Reaves/Getty Images McIlroy fór á taugum Opna mótið fer fram í 153. sinn um helgina en aðeins í þriðja sinn á Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Mótið fór þar síðast fram árið 2019 þar sem Írinn Kyle Lowrey fagnaði sigri. „Mér líst virkilega vel á þetta mót. Scottie Scheffler er talinn sigurstranglegastur, en flestir halda með Rory McIlroy, því hann er á heimavelli,“ segir Þorsteinn. Á meðan vel gekk hjá Lowrey 2019 fór heimamaðurinn Rory McIlroy heim með skömm á öðrum degi. „Síðast þegar var leikið á Royal Portrush byrjaði McIlroy ekki vel og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Þannig að væntingar hjá honum og mörgum áhugamönnum eru að hann verði í baráttunni,“ Stressið fór með McIlroy síðast þegar Opna breska fór fram á Portrush-vellinum.Ross Kinnaird/Getty Images „Það var áhugavert að heyra viðtal við hann í vikunni þegar hann var spurður hvað gerðist. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað hann var stressaður þegar hann var að spila á heimavelli á Opna mótinu. En nú er hann reynslunni ríkari,“ segir Þorsteinn Logi skemmtilegur en skoðanirnar vafasamar Aðstæður eiga til að vera meira krefjandi en gengur gerist á risamótum vestanhafs og verður áhugavert að sjá hvernig kylfingar takast á við strandvöllinn við Portrush. Þá gæti rigning haft áhrif. „Það sem er sjarminn við Opna mótið er að kylfingarnir þurfa að geta slegið öll högg. Scottie Scheffler hafði orð á því í vikunni að þú verður að geta slegið nánast öll högg til að til að bera sigur úr býtum. Svo eru það aðstæðurnar. Það spáir einhverri úrkomu allavega fimmtudag, föstudag og laugardag þannig að veðrið getur sett strik í reikninginn.“ Þorsteinn mun lýsa mótinu á Sýn Sport næstu daga. Ásamt bæði Loga Bergmann Eiðssyni og Jón Júlíusi Karlssyni sem halda úti golfhlaðvarpinu Seinni níu. Þeir Þorsteinn og Logi endurnýja kynnin í lýsendabúrinu eftir töluvert hlé, þar sem þónokkuð er síðan þeir lýstu saman. „Það er orðið ansi langt síðan. Það verður gaman að vera með Loga. Hann hefur stórar skoðanir á golfi en ekkert alltaf endilega góðar skoðanir,“ segir Þorsteinn léttur. „Þetta verður mikil skemmtun og ég lofa því að það verður enginn svikinn af því að horfa á Opna mótið núna næstu fjóra daga.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Bein útsending frá Opna mótinu hófst klukkan 5:30 á morgun og stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram á kvöld. Opna breska Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
„Tilfinningin er alltaf góð fyrir Opna mótinu. Þetta fer snemma af stað, við byrjum útsendingu klukkan 5:30 í fyrramálið og verðum til 19:00 annað kvöld. Þetta eru langir dagar en gríðarlega skemmtilegir dagar. Það er fátt betra en að vakna við gott golf að morgni og liggja svo yfir sjónvarpinu allan daginn,“ segir Þorsteinn Hallgrímsson um mótið en hann mun lýsa því á Sýn Sport 4 frá fimmtudegi til sunnudags. McIlroy og Scheffler þykja líklegir til árangurs en þeir hafa unnið eitt stórmótið hvor í ár.Michael Reaves/Getty Images McIlroy fór á taugum Opna mótið fer fram í 153. sinn um helgina en aðeins í þriðja sinn á Portrush-vellinum á Norður-Írlandi. Mótið fór þar síðast fram árið 2019 þar sem Írinn Kyle Lowrey fagnaði sigri. „Mér líst virkilega vel á þetta mót. Scottie Scheffler er talinn sigurstranglegastur, en flestir halda með Rory McIlroy, því hann er á heimavelli,“ segir Þorsteinn. Á meðan vel gekk hjá Lowrey 2019 fór heimamaðurinn Rory McIlroy heim með skömm á öðrum degi. „Síðast þegar var leikið á Royal Portrush byrjaði McIlroy ekki vel og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Þannig að væntingar hjá honum og mörgum áhugamönnum eru að hann verði í baráttunni,“ Stressið fór með McIlroy síðast þegar Opna breska fór fram á Portrush-vellinum.Ross Kinnaird/Getty Images „Það var áhugavert að heyra viðtal við hann í vikunni þegar hann var spurður hvað gerðist. Hann sagðist ekki hafa áttað sig á því hvað hann var stressaður þegar hann var að spila á heimavelli á Opna mótinu. En nú er hann reynslunni ríkari,“ segir Þorsteinn Logi skemmtilegur en skoðanirnar vafasamar Aðstæður eiga til að vera meira krefjandi en gengur gerist á risamótum vestanhafs og verður áhugavert að sjá hvernig kylfingar takast á við strandvöllinn við Portrush. Þá gæti rigning haft áhrif. „Það sem er sjarminn við Opna mótið er að kylfingarnir þurfa að geta slegið öll högg. Scottie Scheffler hafði orð á því í vikunni að þú verður að geta slegið nánast öll högg til að til að bera sigur úr býtum. Svo eru það aðstæðurnar. Það spáir einhverri úrkomu allavega fimmtudag, föstudag og laugardag þannig að veðrið getur sett strik í reikninginn.“ Þorsteinn mun lýsa mótinu á Sýn Sport næstu daga. Ásamt bæði Loga Bergmann Eiðssyni og Jón Júlíusi Karlssyni sem halda úti golfhlaðvarpinu Seinni níu. Þeir Þorsteinn og Logi endurnýja kynnin í lýsendabúrinu eftir töluvert hlé, þar sem þónokkuð er síðan þeir lýstu saman. „Það er orðið ansi langt síðan. Það verður gaman að vera með Loga. Hann hefur stórar skoðanir á golfi en ekkert alltaf endilega góðar skoðanir,“ segir Þorsteinn léttur. „Þetta verður mikil skemmtun og ég lofa því að það verður enginn svikinn af því að horfa á Opna mótið núna næstu fjóra daga.“ Viðtalið má sjá í spilaranum. Bein útsending frá Opna mótinu hófst klukkan 5:30 á morgun og stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram á kvöld.
Opna breska Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira