Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Agnar Már Másson skrifar 16. júlí 2025 21:00 Frá Grindavík. Mynd úr safnið. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi á hættustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum. Gróðureldar eru nú mesta hættan í byggð. Unnið er að hækkun varnargarða. Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu ríkislögreglustjóra. Opnað hefur verið fyrir aðgang íbúa Grindavíkur að bænum, segir í tilkynningunni. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja dvelji inn á hættusvæði á eigin ábyrgð. Hver og einn verði að bera ábyrgð á eigin athöfnum eða athafnaleysi. Grindvíkingar mótmæltu lokun bæjarins í dag, eins og kom fram í kvöldfréttum Sýnar. Lögreglustjóri mælir með því að fólk skoði hættumatskort Veðurstofu Íslands. Þá mælir hann með því að fólk kynni sér efni fréttatilkynningar ríkislögreglustjóra dags. 16. júlí. Unnið hafi verið að mótvægisaðgerðum innan hættusvæða sem felist m.a. í hækkun varnargarða, í kortlagningu, jarðkönnun, jarðsjármælingum og sjónskoðun. Þá hafa sprungur verið girtar af. Opið er í Bláa lónið og Northern Light Inn, segir enn fremur í tilkynningunni. Flóttaleiðir eru um Bláalónsveg og Grindavíkurveg. Samkvæmt mælum á gosóróa hefur dregið úr krafti gossins síðan í morgun, að sögn Veðurstofu Íslands. Gróðureldarnir í nágreninu eru nú metnir mesta hættan í byggð, skrifa almannavarnir, en mengun frá þeim mælist ekki á brennisteinsdíoxíðmælum og endurspeglast ekki í núverandi mengunarspá. Samhæfingarstöð almannavarna var virkjuð upp úr miðnætti og neyðarstigi síðar lýst yfir. Gosið er norðan við upptök skjálftahrinunnar á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells. Búið er að rýma tjaldsvæðið í Grindavík og Bláa Lónið og samkvæmt almannavörnum hefur rýming gengið vel í Grindavíkurbæ. Tólfta eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hófst klukkan 03:55 fyrr í morgun þann 16. júlí. Eldgosið átti upptök suðaustan við Litla-Skógfell. Athuganir í dag sýna að gosið er ekki lengur bundið við eina sprungu. Stærri sprungan við Sundhnúkagígaröðina er metin um 2,4 km löng. Þá hefur einnig opnast minni sprunga vestar við Fagradalsfjall. Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en samkvæmt mælingum á gosóróa hefur dregið úr krafti þess síðan í morgun. Veðurstofan uppfærði fyrirliggjandi hættumat fyrir svæðið fyrr í dag. Hættumatið gildir til klukkan 15.00 á morgun, 18. júlí, að öllu óbreyttu. Hætta í Grindavík og Svartsengi er metin nokkur. Hættan fyrir Voga er metin lítil eða mjög lítil. Hættan fyrir Reykjanesbæ, Keflavíkurflugvöll og Reykjanesvirkjun er einnig metin nokkur. Hættumatskortið lýsir hættum sem eru nú þegar til staðar á svæðinu, sem og þeim sem gætu skapast við áframhaldandi virkni í Svartsengiskerfinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira