Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2025 06:31 Ryan Peake fagnar sigri á Opna nýsjálenska mótinu sem tryggði honum þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu í golfi. Getty/Hannah Peters Þeir koma víða að kylfingarnir sem keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi sem hófst í morgun og verður í beinni á Sýn Sport. Þetta er fjórða og síðasta risamót ársins en Mastermótið fór fram í apríl, PGA meistaramótið í maí og Opna bandaríska meistaramótið í júní. Meðal keppenda er dæmdur ofbeldismaður sem var hluti af hjólaglæpagengi þegar hann var ungur maður. Ástralinn Ryan Peake á þessu mjög sérstöku fortíð fyrir atvinnukylfing. He was a prodigy. Then he joined a biker gang, quit golf and spent 5 years in a supermax prison for assault. Now he’s playing in the Open Championship at Royal Portrush. Meet Ryan Peake, one of the most unlikely stories you will hear https://t.co/bcVNVMF23O— Joel Beall (@JoelMBeall) July 7, 2025 Hann tryggði sér þátttökurétt á Opna breska í ár með því að vinna Opna nýsjálenska mótið í mars. Peake var mjög efnilegur kylfingur frá Perth í Ástralíu sem gerist atvinnumaður nítján ára gamall. Tveimur árum seinna var hann kominn í rugl, lítið gekk í golfinu og hann gerðist 21 árs gamall meðlimur í mótorhjólagenginu Rebels. Hafði áhuga á þessum heimi „Þaðan sem ég kem var ekkert óvenjulegt að hanga með slíkum hópum og vera þar með vinum sínum. Ég naut þess og hafði áhuga á þessum heimi. Ég fann þar eitthvað sem ég fann hvergi annars staðar,“ sagði Ryan Peake, þegar BBC spurði hann um hvernig efnilegur kylfingur endar í slíkum félagsskap. Mótorhjólið var áhugamál hjá Peake en það endaði ekki vel. Hann endaði á því að fá fimm ára fangelsis dóm fyrir líkamsárás. Hann segir að sá hinn sama hafi verið að hóta honum og félögum hans. Hann hafði hótað okkur „Við fórum bara til að taka á því en ef ég er hreinskilinn þá átti þetta að sjálfsögðu ekki að enda svona,“ sagði Peake. „Við ætluðum bara að ræða við viðkomandi og gefa honum nokkur högg í leiðinni. Hann hafði hótað okkur og var síðan vopnaður og allt fór á versta veg,“ sagði Peake. The story of how Australian golfer Ryan Peake got to Portrush is inspiring.🎥 https://t.co/94lkspeT88 pic.twitter.com/w1mxThTcdo— Golf Channel (@GolfChannel) July 16, 2025 Peake nýtti tímann í fangelsinu í endurhæfingu og fékk hjálp frá reyndum áströlskum þjálfara, Ritchie Smith. Ritchie Smith trúði því að Peake ætti möguleika á því að koma sér aftur inn í golfið. „Hann þjálfar menn sem vinna risamót. Hann þjálfara þá bestu í heimi. Hann mun ekki eyða tíma í einhvern sem hann hefur ekki trú á. Það fékk mig til að trú því að þetta væri hægt,“ sagði Peake. Þetta er bara ég „Ég lét vaða en átti auðvitað ekki von á því að ég kæmist svona langt. Nú vil ég komast enn lengra,“ sagði Peake. Hann varð aftur atvinnumaður árið 2022 en stærsta stundin var síðan í mars þegar hann vann Opna nýsjálenska meistaramótið. Árangur hans vakti líka athygli á fortíðinni og Peake ákvað að vera alveg hreinskilinn með hana. „Þetta er bara ég. Ég komst líka út úr mótorhjólagenginu með því að vera hreinskilinn. Svona er bara mín saga og ég skammast mín ekkert fyrir hana. Þetta er eitthvað sem ég gerði og ég hef tekið út mína refsingu,“ sagði Peake. RYAN PEAKE WINS THE NEW ZEALAND OPEN 🏆#NZOpen pic.twitter.com/jNTwXlQQim— New Zealand Open (@NZOpenGolf) March 2, 2025 Golf Opna breska Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira
Þetta er fjórða og síðasta risamót ársins en Mastermótið fór fram í apríl, PGA meistaramótið í maí og Opna bandaríska meistaramótið í júní. Meðal keppenda er dæmdur ofbeldismaður sem var hluti af hjólaglæpagengi þegar hann var ungur maður. Ástralinn Ryan Peake á þessu mjög sérstöku fortíð fyrir atvinnukylfing. He was a prodigy. Then he joined a biker gang, quit golf and spent 5 years in a supermax prison for assault. Now he’s playing in the Open Championship at Royal Portrush. Meet Ryan Peake, one of the most unlikely stories you will hear https://t.co/bcVNVMF23O— Joel Beall (@JoelMBeall) July 7, 2025 Hann tryggði sér þátttökurétt á Opna breska í ár með því að vinna Opna nýsjálenska mótið í mars. Peake var mjög efnilegur kylfingur frá Perth í Ástralíu sem gerist atvinnumaður nítján ára gamall. Tveimur árum seinna var hann kominn í rugl, lítið gekk í golfinu og hann gerðist 21 árs gamall meðlimur í mótorhjólagenginu Rebels. Hafði áhuga á þessum heimi „Þaðan sem ég kem var ekkert óvenjulegt að hanga með slíkum hópum og vera þar með vinum sínum. Ég naut þess og hafði áhuga á þessum heimi. Ég fann þar eitthvað sem ég fann hvergi annars staðar,“ sagði Ryan Peake, þegar BBC spurði hann um hvernig efnilegur kylfingur endar í slíkum félagsskap. Mótorhjólið var áhugamál hjá Peake en það endaði ekki vel. Hann endaði á því að fá fimm ára fangelsis dóm fyrir líkamsárás. Hann segir að sá hinn sama hafi verið að hóta honum og félögum hans. Hann hafði hótað okkur „Við fórum bara til að taka á því en ef ég er hreinskilinn þá átti þetta að sjálfsögðu ekki að enda svona,“ sagði Peake. „Við ætluðum bara að ræða við viðkomandi og gefa honum nokkur högg í leiðinni. Hann hafði hótað okkur og var síðan vopnaður og allt fór á versta veg,“ sagði Peake. The story of how Australian golfer Ryan Peake got to Portrush is inspiring.🎥 https://t.co/94lkspeT88 pic.twitter.com/w1mxThTcdo— Golf Channel (@GolfChannel) July 16, 2025 Peake nýtti tímann í fangelsinu í endurhæfingu og fékk hjálp frá reyndum áströlskum þjálfara, Ritchie Smith. Ritchie Smith trúði því að Peake ætti möguleika á því að koma sér aftur inn í golfið. „Hann þjálfar menn sem vinna risamót. Hann þjálfara þá bestu í heimi. Hann mun ekki eyða tíma í einhvern sem hann hefur ekki trú á. Það fékk mig til að trú því að þetta væri hægt,“ sagði Peake. Þetta er bara ég „Ég lét vaða en átti auðvitað ekki von á því að ég kæmist svona langt. Nú vil ég komast enn lengra,“ sagði Peake. Hann varð aftur atvinnumaður árið 2022 en stærsta stundin var síðan í mars þegar hann vann Opna nýsjálenska meistaramótið. Árangur hans vakti líka athygli á fortíðinni og Peake ákvað að vera alveg hreinskilinn með hana. „Þetta er bara ég. Ég komst líka út úr mótorhjólagenginu með því að vera hreinskilinn. Svona er bara mín saga og ég skammast mín ekkert fyrir hana. Þetta er eitthvað sem ég gerði og ég hef tekið út mína refsingu,“ sagði Peake. RYAN PEAKE WINS THE NEW ZEALAND OPEN 🏆#NZOpen pic.twitter.com/jNTwXlQQim— New Zealand Open (@NZOpenGolf) March 2, 2025
Golf Opna breska Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Sjá meira