Dani og Kínverji leiða á Opna breska Valur Páll Eiríksson skrifar 17. júlí 2025 13:11 Jacob Skov Olesen átti glimrandi dag. Andrew Redington/Getty Images Daninn Jacob Skov Olesen og Kínverjinn Li Haotong leiða Opna breska meistaramótið í golfi um miðjan dag. Báðir hafa lokið fyrsta hring á fjórum undir pari vallar. Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 (rás 18 á myndlyklum Sýnar). Olesen fór vel af stað í morgun en aðstæður voru eilítið þægilegri fyrir kylfinga þegar farið var af stað. Veðrið hefur versnað eftir því sem liðið hefur á. Eftir fjóra fugla og einn skolla á fyrstu ellefu holunum fékk hann örn á tólftu braut og fylgdi því eftir með fugli á þeirri fimmtándu með glæsilegri 20 metra vippu beint í holu. Chipped in from 23 yards. Jacob Skov Olesen extends his lead with a birdie on 15. pic.twitter.com/KQW8YZe9Qe— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Eilítil mistök á 18. holu þýddu annar skolli dagsins og lauk hann hringnum á fjórum undir pari. Li Haodong spilaði einkar jafnan og góðan hring. Hann fékk par á öllum brautum nema fjórum. Og á þeim fjórum fékk hann fugl; fimmtu, sjöundu, tíundu og sautjándu braut. Þar af leiðandi deilir hann efsta sætinu með Olsen. Jacob Skov Olesen moves to four-under with an eagle on 12 to take the lead. pic.twitter.com/LjaBfccHEY— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Annar Dani, Nicolai Höjgaard, er á tveimur undir pari eftir fyrsta hring, sem og Englendingurinn Lee Westwood. Reynsluboltinn Phil Mickelson er á höggi undir pari eftir að hafa náð þremur fuglum en fengið einnig tvo skolla á hringnum. Englendingarnir Matthew Jordan (17 holur), Matt Fitzpatrick (14 holur) eru auk Taílendingsins Sadom Kaewkanjana (7 holur) í öðru sæti á þremur undir pari vallar þegar þetta er skrifað en eiga eftir að klára sinn hring. Ríkjandi meistari Xander Schauffele er á pari eftir tólf holur líkt og þeir JJ Spaun og Jon Rahm sem eru með honum í holli. Shane Lowry sinks his second birdie of the day on 6.Watch his Featured Group on R&A TV: https://t.co/XcxUfDFrmg pic.twitter.com/2mhLYgl0un— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Í hollinu á eftir þeim eru Írinn Shane Lowry, sem vann Opna mótið á sama velli 2019, og Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, en þeir eru báðir á höggi undir pari eftir ellefu holur. Mikil eftirvænting er fyrir því að sjá heimamaninn Rory McIlroy sem hefur leik upp úr klukkan tvö í dag. Annar heimamaður, Darren Clarke, átti líklega tilþrif dagsins þegar skot hans úr einkar djúpu grasi fór beint í holu á 17. braut líkt og sjá má að neðan. Keeping the home crowds happy.Darren Clarke with a moment of magic. pic.twitter.com/Jkzp60CXFt— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram til klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá mótinu alla daga þar til meistari verður krýndur á sunnudagskvöld. Opna breska Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 (rás 18 á myndlyklum Sýnar). Olesen fór vel af stað í morgun en aðstæður voru eilítið þægilegri fyrir kylfinga þegar farið var af stað. Veðrið hefur versnað eftir því sem liðið hefur á. Eftir fjóra fugla og einn skolla á fyrstu ellefu holunum fékk hann örn á tólftu braut og fylgdi því eftir með fugli á þeirri fimmtándu með glæsilegri 20 metra vippu beint í holu. Chipped in from 23 yards. Jacob Skov Olesen extends his lead with a birdie on 15. pic.twitter.com/KQW8YZe9Qe— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Eilítil mistök á 18. holu þýddu annar skolli dagsins og lauk hann hringnum á fjórum undir pari. Li Haodong spilaði einkar jafnan og góðan hring. Hann fékk par á öllum brautum nema fjórum. Og á þeim fjórum fékk hann fugl; fimmtu, sjöundu, tíundu og sautjándu braut. Þar af leiðandi deilir hann efsta sætinu með Olsen. Jacob Skov Olesen moves to four-under with an eagle on 12 to take the lead. pic.twitter.com/LjaBfccHEY— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Annar Dani, Nicolai Höjgaard, er á tveimur undir pari eftir fyrsta hring, sem og Englendingurinn Lee Westwood. Reynsluboltinn Phil Mickelson er á höggi undir pari eftir að hafa náð þremur fuglum en fengið einnig tvo skolla á hringnum. Englendingarnir Matthew Jordan (17 holur), Matt Fitzpatrick (14 holur) eru auk Taílendingsins Sadom Kaewkanjana (7 holur) í öðru sæti á þremur undir pari vallar þegar þetta er skrifað en eiga eftir að klára sinn hring. Ríkjandi meistari Xander Schauffele er á pari eftir tólf holur líkt og þeir JJ Spaun og Jon Rahm sem eru með honum í holli. Shane Lowry sinks his second birdie of the day on 6.Watch his Featured Group on R&A TV: https://t.co/XcxUfDFrmg pic.twitter.com/2mhLYgl0un— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Í hollinu á eftir þeim eru Írinn Shane Lowry, sem vann Opna mótið á sama velli 2019, og Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, en þeir eru báðir á höggi undir pari eftir ellefu holur. Mikil eftirvænting er fyrir því að sjá heimamaninn Rory McIlroy sem hefur leik upp úr klukkan tvö í dag. Annar heimamaður, Darren Clarke, átti líklega tilþrif dagsins þegar skot hans úr einkar djúpu grasi fór beint í holu á 17. braut líkt og sjá má að neðan. Keeping the home crowds happy.Darren Clarke with a moment of magic. pic.twitter.com/Jkzp60CXFt— The Open (@TheOpen) July 17, 2025 Bein útsending frá Opna mótinu stendur yfir á Sýn Sport 4 og verður fram til klukkan 19:00 í kvöld. Sýnt verður frá mótinu alla daga þar til meistari verður krýndur á sunnudagskvöld.
Opna breska Golf Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira