Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Vals­menn öruggir á­fram

Pálmi Þórsson skrifar
512550250_30639065639012029_8476021146219046891_n
Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Valur er kominn nokkuð örugglega áfram í aðra umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 1-2 sigur á Flora Tallinn á Le Coq-vellinum í Tallinn í dag.

Valur vann fyrri leik liðanna 3-0 en eins og Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, sagði eftir fyrri leikinn að þá væri bara hálfleikur.

Þessi leikur fór hinsvegar mjög hægt af stað og lítið sem gerðist framan af. Valsmenn spiluðu mjög góðan og agaðan varnarleik meðan heimamenn reyndu að finna göt sem gekk illa. Á 23. mínútu gleymdu Valsmenn sér í augnablik og úr því varð stórsókn heimanna en Fredrik Schram varði frábærlega tvívegis. 

Síðan á 29. mínútu vann Tryggvi Hrafn Haraldsson boltann á eigin vallarhelming og ákvað að lúðraboltanum á markið af 60 metra færi og boltinn söng í netinu. Gjörsamlega frábært mark.

Stuttu fyrir hálfleikinn náðu heimamenn frábæru spili og Sappinen endaði einn á móti markmanni og þrumaði honum í markið Staðan því 1-1 í háfleik.

Seinni hálfleikurinn var tíðindalítill nema það að Fredrik Schram fékk blóðnasir og þurfti að fara af velli. Síðan í uppbótartíma náði Jónatan Ingi að tryggja Valsmönnum sigur með snyrtilegu marki og lokatölur 2-1 eftir bara mjög fagmannlega frammistöðu í Tallinn.

Atvik leiksins

Atvik leiksins er allan daginn markið hjá honum Tryggva Hrafni. Þó svo að markmaðurinn hafi staðið aðeins of framarlega þá var spyrnan alveg geggjuð og markið fallegt.

Stjörnur og skúrkar

Ekki hægt að segja að einhverjir séu skúrkar en Fredrik Schram er stjarnan. Gat lítið gert í markinu en var öruggur í öllu sem hann gerði og varði nokkru sinnum alveg frábærlega.

Dómarar

Svíinn Oscar Johnson átti fínan leik fyrir utan eina mjög skrýtna ákvörðun þegar Tryggvi Hrafn er tekinn niður í D-boga. Svíinn gaf hagnað sem Valur hagnaðist ekkert á.

Stemming og umgjörð

Stemmingin var ekkert biluð í Tallinn. Þúsund manns á velli sem tekur fjórtán þúsund manns en kannski ekki við miklu að búast þegar heimamenn voru 3-0 undir fyrir leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira