„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Hinrik Wöhler skrifar 17. júlí 2025 22:45 Rúnar Kristinsson var sáttur með stigið á útivelli. Vísir / Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var þokkalega ánægður með stigið á útivelli í Mosfellsbæ í kvöld. „Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu. Fram Besta deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og báðir þjálfarar geta sennilega sagt að við hefðum getað stolið þessu. Leikurinn var heilt yfir jafn og ánægður með mína menn að koma til baka og jafna. Mér fannst við ekkert eiga neitt frábæran leik í dag. Það vantaði orku sérstaklega í fyrri hálfleik en þegar þeir skoruðu þá stigum við upp og vorum öflugir og þorðum aðeins meiru,“ sagði Rúnar í leikslok. Mosfellingar komust yfir snemma í seinni hálfleik en Framarar jöfnuðu skömmu síðar. Rúnar var ánægður með endurkomuna og karakterinn. „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum. Sýndum mikinn karakter að koma til baka og jafna og hefðum auðveldlega getað stolið þessu á síðustu mínútu þegar Freyr [Sigurðsson] fær færið sitt. Engu að síður, sanngjörn úrslit og menn geta farið sáttir heim,“ sagði Rúnar. Fram lék í Mjólkurbikarnum síðasta laugardag þar sem liðið féll úr keppni eftir framlengdan leik á móti Vestra og segir Rúnar að leikurinn og ferðalagið hafi setið aðeins í mönnum. „Menn vildu ekki meina að þeir væru þreyttir þegar ég talaði við þá í hálfleik en þeir gáfu aðeins betur í í síðari hálfleik. Menn hlupu mikið og vörðust, það hefur verið styrkur okkar í sumar, að hlaupa og berjast.“ „Mér fannst aðeins vanta upp á hjá okkur í dag, síðustu sendinguna, til að skapa fleiri færi en engu að síður jafntefli á útivelli á móti Aftureldingu. Við erum nýkomnir úr undanúrslitum í bikar þar sem við förum í 120 mínútur og ferðumst til Ísafjarðar. Það er búið að vera álag á liðinu og kærkomið frí sem við fáum fram að næsta leik,“ sagði Rúnar. Kærkomið tíu daga frí hjá Fram Það eru tíu dagar í næsta leik hjá Fram og eins og Rúnar minnist á þá er fríið kærkomið. Þjálfarinn þurfti að gera tvöfalda skiptingu í hálfleik vegna meiðsla. „Kyle [McLagan] var stífur aftan í læri og vorum hræddir um að hann væri að fara að togna. Við vildum það alls ekki og þurfum á honum að halda sem eftir lifir. Vuk [Oskar Dimitrijevic] fékk risastóran skurð á hælinn á fyrstu mínútu en kom ekki í ljós fyrr en inn í klefa í hálfleik hversu stór skurðurinn var. Hann var sendur með sjúkrabíl til að sauma á honum hælinn og tjasla honum saman. Vonandi erum við ekki að missa þá lengi frá,“ sagði Rúnar um meiðsli lykilleikmanna. Ekki langt frá því að stela sigrinum Fram var ekki langt frá því að stela sigrinum undir leikslok en Freyr Sigurðsson náði ekki að nýta gott færi inn í vítateig Aftureldingar. Rúnar var hinn rólegasti en hefði viljað sjá leikmanninn taka aðeins lengri tíma. „Ég var ósköp rólegur yfir þessu en maður hélt að þessi myndi sitja inni þar sem hann var kominn í góða stöðu og skoraði hér um daginn í bikarnum. Hann var kannski full fljótur að skjóta að marki, það vill oft verða þegar þú heldur að einhver sé að koma tækla þig eða komast í blokkeringuna. Hann hefði getað gefið sér hálft sekúndubrot í viðbót og þá hefði hann getað haldið honum niðri og vonandi smellt honum í netið.“ „Svona er þetta bara og þá hefðum við sagt að við höfum stolið sigrinum en held að jafntefli sé nokkuð sanngjarnt,“ sagði Rúnar að endingu.
Fram Besta deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti