Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2025 14:46 Áhorfendur sem fara á The Fantastic Four: The First Steps munu ekki fá að sjá Malkovich í hlutverki hins rússneska Ivan Kragoff John Malkovich mun ekki bregða fyrir í nýjustu mynd Marvel um hin fjögur fræknu þar sem karakterinn Ivan Kragoff, sem gengur undir nafninu Rauði draugur, hefur verið klipptur út úr myndinni. Senur Malkovich áttu að koma snemma í The Fantastic Four: First Steps sem hluti af lengri runu um upphafsár ofurhetjukvartettsins þar sem þau berjast meðal annars við sovéska illmennið Rauða draug og hans þrjá Ofur-apa. Ástæðan fyrir því að Malkovich hefur verið klipptur út ku vera til að gefa söguhetjunum fjórum, Reed Richards (Pedro Pascal), Sue Storm (Vanessa Kirby), Johnny Storm (Joseph Quinn) og Ben Grimm (Ebon Moss-Bachrach), meira pláss. Myndin fjallar um það þegar Sue og Reed eignast sitt fyrsta barn en þurfa um leið að byrjast við plánetuætuna Galactus (Ralph Ineson) sem ógnar lífi á jörðinni. Mynd úr teiknimyndasögunum um Hin fjögur fræknu þar sem sjá má Rauða draug og prímatana hans. Persónan Ivan Kragoff er sígilt illmenni í teiknimyndasögunum um hin fjögur fræknu (e. Fantastic Four). Kragoff er sovéskur vísindamaður sem er harðákveðinn í að komast til Tunglsins á undan Ameríkönum og safnar saman hópi þriggja þjálfaðra prímata, górilluna Mikhlo, bavíanann Igor og órangútaninn Peotr. Í fyrstu kitlunni fyrir myndina sást síðhærður Malkovich í stutta stund en áhorfendur leikarans þurfa sennilega að bíða þar til aukaefni myndarinnar verður gefið út, ef af því verður, til að sjá meira af honum. Fantastic Four: First Steps verður frumsýnd hér á landi 24. júlí næstkomandi. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Senur Malkovich áttu að koma snemma í The Fantastic Four: First Steps sem hluti af lengri runu um upphafsár ofurhetjukvartettsins þar sem þau berjast meðal annars við sovéska illmennið Rauða draug og hans þrjá Ofur-apa. Ástæðan fyrir því að Malkovich hefur verið klipptur út ku vera til að gefa söguhetjunum fjórum, Reed Richards (Pedro Pascal), Sue Storm (Vanessa Kirby), Johnny Storm (Joseph Quinn) og Ben Grimm (Ebon Moss-Bachrach), meira pláss. Myndin fjallar um það þegar Sue og Reed eignast sitt fyrsta barn en þurfa um leið að byrjast við plánetuætuna Galactus (Ralph Ineson) sem ógnar lífi á jörðinni. Mynd úr teiknimyndasögunum um Hin fjögur fræknu þar sem sjá má Rauða draug og prímatana hans. Persónan Ivan Kragoff er sígilt illmenni í teiknimyndasögunum um hin fjögur fræknu (e. Fantastic Four). Kragoff er sovéskur vísindamaður sem er harðákveðinn í að komast til Tunglsins á undan Ameríkönum og safnar saman hópi þriggja þjálfaðra prímata, górilluna Mikhlo, bavíanann Igor og órangútaninn Peotr. Í fyrstu kitlunni fyrir myndina sást síðhærður Malkovich í stutta stund en áhorfendur leikarans þurfa sennilega að bíða þar til aukaefni myndarinnar verður gefið út, ef af því verður, til að sjá meira af honum. Fantastic Four: First Steps verður frumsýnd hér á landi 24. júlí næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Labbar sextán þúsund skref á dag í París Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Fleiri fréttir Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp