Innlent

Sérsveitin kölluð út í mið­bæ Akur­eyrar

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Lítið liggur fyrir um eðli aðgerðanna og lögreglan verst allra fregna.
Lítið liggur fyrir um eðli aðgerðanna og lögreglan verst allra fregna. Vísir/Vilhelm

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í miðbæ Akureyrar í kvöld. Aðgerðir standa yfir.

Lögreglan á Norðurlandi eystra stendur fyrir aðgerðunum en eðli þeirra er enn ekki ljóst. Þetta staðfesta upplýsingar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra en Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Lögreglan vildi ekki tjá sig frekar um málið þegar blaðamaður innti hana eftir því.

Veist þú meira um málið? Við tökum á móti ábendingum af öllu tagi á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×