Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 11:31 Kylfusveinninn Nick Pugh er óhræddur við að fagna góðu gengi með því að hoppa upp í fangið á Lucas Herbert. Getty/Yoshimasa Nakano Ástralski kylfingurinn Lucas Herbert er að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi en kylfusveinninn hans hefur eiginlega vakið enn meiri athygli. Kylfusveinninn heitir Nick Pugh og það efast enginn um að þar sé á ferðinni mikill karakter. Ára Pugh hefur komið honum á flug á samfélagsmiðlum. Hann er með mikið hvítt skegg og sólgleraugu, gengur um í stuttbuxum, með hermannahatt og í hvítum áberandi sokkum. Pugh er mikill reynslubolti, hefur verið kylfusveinn í tíu ár og borið kyflfupokann fyrir menn eins og Johannes Veerman, Jazz Janewattananond og Kurt Kitayama. Hann var fyrst kylfusveinn hjá Herbert árið 2019 og þeir hafa unnið saman með hléum síðan þá. Herbert kallar hann „Pughy“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NuxA2dGGbZk">watch on YouTube</a> Pugh byrjaði að safna skeggi þegar hann hætti að spila sjálfur fyrir tíu árum og fór að vinna sem kylfusveinn. „Pughy og ég vegum hvorn annan upp nokkuð vel. Hann er nákvæmur, skipulagður og smámunasamur en ég er listrænni og læta meira vaða,“ sagði Lucas Herbert um kylfusvein sinn. „Hann kemur auga á lítil atriði sem ég missi af. Þegar ég lendi í trjánum eða þarf á skrýtnu skoti að halfa þá leyfir hann mér að láta vaða. Hann veit að þar er ég á heimavelli,“ sagði Herbert. Herbert lék tvo fyrstu hringina á 146 höggum og náði ekki niðurskurðinum. Við sjáum því ekki meira af hvítskeggjaða kylfusveinum um helgina. Opna breska meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins. Það er í beinni á Sýn Sport 4 alla helgina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dDoeAE7HchI">watch on YouTube</a> Opna breska Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfusveinninn heitir Nick Pugh og það efast enginn um að þar sé á ferðinni mikill karakter. Ára Pugh hefur komið honum á flug á samfélagsmiðlum. Hann er með mikið hvítt skegg og sólgleraugu, gengur um í stuttbuxum, með hermannahatt og í hvítum áberandi sokkum. Pugh er mikill reynslubolti, hefur verið kylfusveinn í tíu ár og borið kyflfupokann fyrir menn eins og Johannes Veerman, Jazz Janewattananond og Kurt Kitayama. Hann var fyrst kylfusveinn hjá Herbert árið 2019 og þeir hafa unnið saman með hléum síðan þá. Herbert kallar hann „Pughy“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NuxA2dGGbZk">watch on YouTube</a> Pugh byrjaði að safna skeggi þegar hann hætti að spila sjálfur fyrir tíu árum og fór að vinna sem kylfusveinn. „Pughy og ég vegum hvorn annan upp nokkuð vel. Hann er nákvæmur, skipulagður og smámunasamur en ég er listrænni og læta meira vaða,“ sagði Lucas Herbert um kylfusvein sinn. „Hann kemur auga á lítil atriði sem ég missi af. Þegar ég lendi í trjánum eða þarf á skrýtnu skoti að halfa þá leyfir hann mér að láta vaða. Hann veit að þar er ég á heimavelli,“ sagði Herbert. Herbert lék tvo fyrstu hringina á 146 höggum og náði ekki niðurskurðinum. Við sjáum því ekki meira af hvítskeggjaða kylfusveinum um helgina. Opna breska meistaramótið er fjórða og síðasta risamót ársins. Það er í beinni á Sýn Sport 4 alla helgina. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=dDoeAE7HchI">watch on YouTube</a>
Opna breska Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira