„Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 19. júlí 2025 16:42 Davíð Smári segir að sínir menn hafi verðskuldað tapið. Vísir/Anton Brink „Heilt yfir þá var þetta verðskuldað tap, en óþarfa mark sem við gefum þeim,“ sagði Davíð Smári, þjálfari Vestra, eftir 1-0 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í dag. Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum. Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira
Eina mark leiksins kom á 10. mínútu og skoraði Viktor Karl Einarsson það. Davíð Smári var þrátt fyrir það sáttur með varnarleikinn en ekki eins sáttur með sóknarleikinn. „Mér fannst við varnarlega nokkuð solid sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst okkur vanta pínu hugmyndaflug fram á við, sem kannski var út allan leikinn. Ég var pínu ósáttur með það. Við vorum með skýrt plan hvað við vildum gera í leiknum og mér fannst við ekki alveg fylgja því eftir. Samt sem áður fáum við fyrstu 10-15 mínúturnar í leiknum, erum við líklegri aðilinn til þess að skora mark þangað til að þeir skora. Það vantaði svona pínu orku í okkur.“ Ástæðan fyrir því orkuleysi er meðal annars vegna þeirra skarða sem hoggin voru í Vestra liðið fyrir leik. Eiður Aron Sigurbjörnsson og Jeppe Pedersen voru í leikbanni og Daði Berg er farinn aftur í Víking eftir lánsdvöl á Ísafirði. „Vissulega eru svolítið stór skörð hoggin í liðið en þeir sem komu inn stóðu sig frábærlega þannig að ekkert út í þá að sakast.“ Vestri hefur núna ekki skorað í fimm leikjum í röð. Aðspurður hvort það væri ekki áhyggjuefni, þá svaraði Davíð Smári því játandi. „Já, áhyggjuefni. Við náttúrulega þurfum að skora mörk, það er alveg klárt. Okkur vantar Daða í dag og Daði er náttúrulega farinn til Víkings og Daði búinn að vera meiddur í síðustu leikjum. Við fórum inn í mótið með það svolítið fyrir augum að Daði yrði lykilmaður hjá okkur og það er svekkjandi að missa hann. Við erum náttúrulega klárlega að leita að replacementi fyrir hann og ég meina við sjáum í leiknum í dag að við sköpum okkur fjögur góð færi en náum ekki að klára þau. Okkur vantar pínu gæði fram á við, það er klárt. Mér fannst hins vegar Túfa gjörsamlega frábær í dag og Duah bara fínn, en við þurfum að skora mörk það er klárt.“ En hvernig gengur að finna nýja leikmenn? „Það gengur bara ágætlega. Við erum að vinna að því hörðum höndum að styrkja leikmannahópinn,“ sagði Davíð Smári að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Vestri Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjá meira