Fótbolti

Ný­liðarnir halda á­fram að styrkja sig

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sean Longstaff er orðinn leikmaður Leeds.
Sean Longstaff er orðinn leikmaður Leeds. Malcolm Bryce/Leeds United FC via Getty Images

Leeds United, sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili í vor, hefur samið við tvo nýja leikmenn um að leika með liðinu í vetur.

Í gær, föstudag, greindi liðið frá því að félagið hafi samið við Englendinginn Sean Longstaff fyrir 12 milljónir punda og í dag samþykkti félagið að greiða 17 milljónir punda fyrir Þjóðverjan Anton Stach.

Báðir skrifa þeir undir fjögurra ára samning, en þó á félagið enn eftir að staðfesta félagsskipti Stach.

Búist er við því að Longstaff og Stach muni spila saman á miðjunni hjá Leeds í vetur.

Áður hafði Leeds fengið til sín fjóra nýja leikmenn í sumar. Það eru varnarmennirnir Sebastiaan Bornauw, Jaka Bijol og Gabriel Gudmundsson, ásamt framherjanum Lukas Nmecha.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×