Fótbolti

Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Manchester United v Leeds United - Pre-Season Friendly SOLNA, SWEDEN - JULY 19: Manager Ruben Amorim of Manchester United arrives ahead of the pre-season friendly match between Manchester United and Leeds United at Strawberry Arena on July 19, 2025 in Solna, Sweden. (Photo by Ash Donelon/Manchester United via Getty Images)
Manchester United v Leeds United - Pre-Season Friendly SOLNA, SWEDEN - JULY 19: Manager Ruben Amorim of Manchester United arrives ahead of the pre-season friendly match between Manchester United and Leeds United at Strawberry Arena on July 19, 2025 in Solna, Sweden. (Photo by Ash Donelon/Manchester United via Getty Images)

Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að liðinu skorti hraða fram á við til að skapa sér færi og mörk.

Eftir að hafa aðeins skorað 44 mörk í 38 leikjum í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili er ljóst að Amorim þarf á styrkingu að halda í framstu víglínu. Liðið hefur nú þegar fengið Matheus Cunha frá Wolves og Bryan Mbuemo virðist einnig vera á leið til félagsins.

Hvort þeir nái að bæta sóknarleik liðsins nægilega mikið á enn eftir að koma í ljós. Cunha lék með liðinu í dag er United gerði markalaust jafntefli við Leeds í æfingaleik og Amorim virðist enn hafa áhyggjur af sóknarleiknum.

„Þetta var æfingaleikur. Plássið sem við skildum eftir var oft alltof mikið og við lentum stundum í veseni þegar við reyndum að pressa. Þá spörkuðu þeir bara langt og unnu skallabaráttuna,“ sagði Amorim eftir leikinn.

„Okkur skortir hraða. Sérstaklega á miðsvæðinu. Mér leið eins og við ættum í erfiðleikum með að hreyfa boltann á milli manna, en við sköpuðum færi. Það er mikil vinna framundan, en þetta var gott próf á móti öðru úrvalsdeldarliði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×