Lífið

Segir af sér eftir að Coldplay kom ó­vart upp um fram­hjá­haldið

Agnar Már Másson skrifar
Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir.
Tónleikarnir verða þeim eflaust báðum ógleymanlegir. Vísir/Samsett

Andy Byron, for­stjóri banda­ríska tæknifyr­ir­tæk­is­ins Astronomer, hef­ur sagt af sér eft­ir að hann var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni.

Fyrirtækið greinir frá þessu í tilkynningu en Byron hefur vakið athygli eftir að hafa verið meðal áhorfenda á tónleikum hljómsveitarinnar Coldplay á dögunum í Foxborough í Massachussetts. Allt í einu birtist hann á stóra skjánum í faðmlögum með Kristin Cabot, yfirmanni mannauðsmála hjá fyrirtækinu.

Faðmlögin þóttu ansi innileg, að teknu tilliti til þess að hann sé giftur maður og tveggja barna faðir. Þeirra viðbrögð voru að fela sig og reyna að komast undan myndavélinni.

@instaagraace trouble in paradise?? 👀 #coldplay #boston #coldplayconcert #kisscam #fyp ♬ original sound - grace

„Annað hvort eru þau að halda fram hjá eða þau eru bara mjög feimin,“ sagði Chris

Í tilkynningunni segir enn fremur að stjórn fyrirtækisins, sem er staðsett í New York, sé að hefja leit að nýjum forstjóra.

Myndband af atvikinu hefur farið sem eldur um sinu um netheima. Í kjölfarið tilkynnti Astronomer að fyrirtækið hygðist ráðast í rannsókn á atvikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.