Enski boltinn

Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níu­tíu milljónir evra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Ekitiké er á leiðinni til Englandsmeistara Liverpool og verður væntanlega nýr aðalframherji liðsins.
Hugo Ekitiké er á leiðinni til Englandsmeistara Liverpool og verður væntanlega nýr aðalframherji liðsins. Getty/Arne Dedert

Franski framherjinn Hugo Ekitike er á leið til Liverpool en það staðfestir skúbbarinn Fabrizio Romano með frasa sínum „Here we go“.

Samkvæmt heimildum Romano þá hefur Liverpool náð samkomulagi við Eintracht Frankfurt.

Hinn 23 ára gamli Ekitike mun kosta Liverpool meira en níutíu milljónir evra og kaupverðið gæti endaði í 95 milljónum evra sem eru 82 milljónir punda eða 13,6 milljarðar íslenskra króna.

Ekitike mun skrifa undir sex ára samning við Liverpool eða til ársins 2021. Samkvæmt Romano þá vildi Ekitike bara Liverpool.

Ekitike spilaði tvö tímabil með Eintracht Frankfurt og bætti sig mikið á milli tímabila.

Hann var með 4 mörk og 2 stoðsendingar í 14 leikjum fyrra tímabilið en var með 15 mörk og 8 stoðsendingar í 33 leikjum á síðustu leiktíð. Hann var einnig með 4 mörk og 3 stoðsendingar í 12 leikjum Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×