Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 21. júlí 2025 08:38 Réttarefnafræðingurinn Adam Erik Bauer segir rannsóknarstofu Háskóla Íslands greina mikla aukningu í ketamínneyslu í fráveitu. Vísir/Vilhelm Neysla á ketamíni hefur aukist verulega á síðustu árum og síaukið magn mælist í fráveitu. Lögregla hefur lagt hald á yfir þrjúhundruðfalt meira magn af efninu það sem af er ári en allt árið 2022. Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur lögregla lagt hald á sífellt meira magn af fíkniefninu ketamíni. Árið 2022 voru það þrjú grömm en það var fyrsta árið sem lögregla lagði hald á efnið. Árið 2023 var lagt hald á rúm 4,8 kíló og tæp 5,4 kíló í fyrra. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefur lögregla lagt hald á rúmt eitt kíló af efninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur götuvirði efnisins lækkað mjög á síðustu tveimur árum, sem gefur til kynna að neysla þess hafi aukist. Árið 2023 seldist eitt gramm af ketamíni á um þrjátíu þúsund krónur en það fæst nú fyrir um átján þúsund. Rannsóknarstofa í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands hefur einnig mælt aukningu á efninu. „Við höfum verið að skoða fráveituna og erum að mæla þá viku og viku í senn í hverjum mánuði. Það sem við erum að sjá síðustu misseri er að ketamín er að aukast í fráveitu,“ segir Adam Erik Bauer réttarefnafræðingur. Deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi orðið vart við aukna neyslu á ketamíni. Fólk neyti efnisins oft með öðrum efnum en upp hafi komið tilfelli hjá meðferðarúrræðinu þar sem fólk glímir fyrst og fremst við ketamínfíkn. Algengast er að fólk neyti ketamíns með kókaíni eða með ópíóðum. Lyfið er deyfandi, veldur ofskynjunum og raunveruleikarofi. Lyfið er notað í læknisfræðilegum tilgangi, sérstaklega í bráðalækningum en hefur verið notað við meðhöndlun á geðsjúkdómum erlendis. Lyfið er nokkuð vinsælt til notkunar í andlegum tilgangi vegna ofskynjunaráhrifa. Ofneysla efnisins getur valdið líffæraskemmdum, sér í lagi á lifrinni og nýrum. „Það sem er líka áhugavert er að við erum með greiningartæki til þess að greina á milli: Er þetta lyfjaketamín, sem er að koma frá sjúkrahúsunum, eða er þetta götuketamín? Og við erum að sjá að þetta er götuketamín í aukningunni,“ segir Adam Erik
Fíkn Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira