Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2025 14:37 Pítsurnar voru merktar „áríðandi hraðsending“ og komu barnaafmælisvolgar eftir flugið suður. Bókaklúbburinn Gormar pantaði pítsur frá Hamraborg á Ísafirði með flugi því barnaperri í glæpasögunni Hildi eftir Satu Rämö elskar að fá sér Hamraborgarpítsu með rækjum, ananas og kjúklingi. Pítsurnar voru barnaafmælisvolgar en ljúffengar. „Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie. Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
„Mig hefur alltaf langað að vera í bókaklúbb en það hefur gengið brösuglega sem er mjög fyndið. Fólk er hrætt við að vera með bókmenntafræðingum í bókaklúbbum og finnst það stressandi,“ segir Hólmfríður María Bjarnadóttir, ritstjóri og sérfræðingur á Borgarbókasafni. Hólmfríður hafði lengi reynt að komast í bókaklúbb. „Þegar ég var í bókmenntafræðinni reyndum við að stofna bókaklúbb en manneskjan sem valdi fyrstu bókina valdi Stríð og frið þannig hann dó strax,“ segir hún. Hólmfríður tók því málin í eigin hendur og stofnaði bókaklúbbbinn Gorma slf. „Ég ákvað að vinda í að búa til hóp og bauð nokkrum sem ég hugsaði að myndu í alvörunni mæta. Ég bauð ekki ákveðnum vinum því ég hugsaði að þeir myndu ekki mæta eða sinna klúbbnum. Bauð bara skemmtilegum og ábyrgum einstaklingum í þennan klúbb. Hildur vinsælasta stelpan á ballinu Gormarnir hittast annan fimmtudag í hverjum mánuði í FÍL-húsinu á Lindargötu og eru búnir að hittast þrisvar. Fyrst las klúbburinn smásögu eftir Ian Rankin og síðan Codename Villanelle eftir Luke Jennings sem þættirnir Killing Eve byggja á. Hópurinn er búinn að prófa nokkrar aðferðir til að velja bók. „Fyrst notuðum við útilokunaraðferð þar sem allir skrifa bók sem þá langar að lesa á blað. Síðan er einn og einn miði dreginn úr hatti eða skál og síðasta bókin er sú sem er lesin,“ segir Hólmfríður. Bókaklúbbsmeðlimir með Hamraborgarpítsurnar girnilegu. Fyrir þriðja klúbbinn fékk fólk hins vegar að kjósa um bókina og þá fékk glæpasagan Hildur eftir Satu Rämö yfirburðarkosningu. „Hildur gerist á Ísafirði mestmegnis þar sem höfundurinn er búsettur. Satu er Finni en hún er eiginlega orðin finnsk-íslensk því hún er búin að búa svo lengi á Íslandi,“ segir Hólmfríður. Við lestur Hildar kom upp óvenjuleg hugmynd. „Fólkið í hópnum er mjög virkt að koma með hugmyndir og Laufey Haraldsdóttir, sem er í klúbbnum, stakk upp á því í gríni hvort það væri ekki fyndið að panta Hamraborgarpítsu því það er minnst svo oft á pítsuna í bókinni,“ segir Hólmfríður en Hamraborg er gamalgróinn veitingastaður á Hafnargötu á Ísafirði. „Hún minntist sérstaklega á að það væri gaman að smakka pítsuna sem barnaperrinn í bókinni borðar því það eru svo skrítin álegg á henni: kjúklingur, ananas og rækjur,“ segir hún. „Áríðandi hraðsending“ til bókaklúbbsins Hólmfríði fannst hugmyndin svo fyndin að hún greip hana á lofti. „Ég er með mín tengsl vestur því ég úr Súgandafirðinum og fór í menntaskóla á Ísafirði. Svo ég heyrði í Úlfi og Gísla sem eru með Hamraborg, sendi þeim skilaboð og spurði hvort þeir gætu lánað mér hitapoka þannig ég gæti fengið pítsurnar allavega volgar til Reykjavíkur,“ segir Hólmfríður. Rækjur, kjúklingur og ananas er sannarlega óvenjuleg blanda. „Ég panta pítsurnar hálfsex, næ að plata bróður minn til að sækja þær fyrir mig og þá voru þær komnar í hitapokann. Hann keyrir á flugvöllinn, fragtinn lokar fyrr þannig ég þurfti að senda hana sem áríðandi sendingu. Þannig hún var merkt „áríðandi hraðsending“ og svo sæki ég hana og rúlla í bókaklúbbinn,“ segir hún. Þegar meðlimir klúbbsins smökkuðu á þeim voru pítsurnar „barnaafmælisvolgar“ sem hafi verið magnað miðað við ferðalagið. Fyrir utan eina barnaperrapítsuna þá pantaði Hólmfríður nokkrar aðrar pítsur sem minnst var á í bókinni. Þar á meðal uppáhalds pítsu Hildar, einu rannsóknarlögreglukonunnar á Vestfjörðum, sem er með pepperóní og piparosti. Og Hólmfríður er á því að hugsanlega sé það besta pítsa landsins. Grænmetisætur klúbbsins fengu því miður ekki að bragða á perrapizzunni. Meðlimir bókaklúbbsins eru einkar metnaðarfullir og í hverjum hittingi þá þurfa tveir meðlimir að vera með kynningu á einhverju sem tengist bókinni. En það er spurning hvort hægt sé að toppa ísfirsku pítsurnar í bráð. „Ég held það verði allavega ekki toppað í næsta bókaklúbbi, hann verður rólegur,“ segir Hólmfríður en næsta bók verður And Then There Were None eftir Agöthu Christie.
Bókmenntir Ísafjarðarbær Pítsur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira