„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 08:01 Ísak líkir leikfræði Lyngby við Breiðablik. lyngby Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. „Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
„Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Danski boltinn Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn