„Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 08:01 Ísak líkir leikfræði Lyngby við Breiðablik. lyngby Ísak Snær Þorvaldsson vildi ekki koma aftur til Íslands og fór á láni til danska félagsins Lyngby, frá Rosenborg í Noregi. Hann fer vel af stað með nýju liði, skoraði í fyrsta leiknum og segir uppleggið henta sér vel, það minni svolítið á Breiðablik. „Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni. Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira
„Þetta er bara mjög gott tækifæri held ég, að fá að spila eitthvað og vonandi sýna og sanna mig aftur. Ég var ekki að fá mörg tækifæri á þessu tímabili í Rosenborg þannig að mér fannst bara tímabært að sanna mig annars staðar“ segir Ísak um skiptin. Vildi ekki koma aftur til Íslands og Lyngby heillaði mest Þetta er annað árið í röð sem Ísak er lánaður frá Rosenborg, á síðasta ári sneri hann aftur til Breiðabliks og átti stóran þátt í Íslandsmeistaratitli félagsins, en hann vildi ekki snúa aftur til Íslands í ár og ákvað að semja við Lyngby. „Það voru alveg nokkur lið sem að komu til greina, eitthvað í Svíþjóð og Póllandi sem að leit alveg vel út. En Lyngby náttúrulega, eins og margir vita, er mjög góður klúbbur. Margir gert vel hérna, Freyr [Alexandersson, þjálfari], Sævar [Atli Magnússon], Andri [Lucas Guðjohnsen], Kolbeinn [Finnsson] og fleiri leikmenn... View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) ...Þetta heillaði mig mjög mikið, Lyngby“ segir Ísak og var þá spurður hvort einhver lið á Íslandi hefðu verið inni í myndinni. „Jújú, ég heyrði í nokkrum en mig langaði að vera úti áfram og þau bara skildu það. Sýndu tillit til þess og studdu mig bara í því. Mig langar að vera úti, þannig er staðan núna.“ Skoraði í fyrsta leiknum Lánsdvölin fer líka ljómandi vel af stað hjá Ísaki, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Lyngby í fyrsta leiknum fyrir félagið, 2-0 útisigri gegn Esbjerg um helgina. View this post on Instagram A post shared by Lyngby Boldklub (@lyngbyboldklub) Hann byrjaði á bekknum en ætti fljótt að vera orðinn fastamaður í liðinu ef áfram heldur. „Það er aðallega leikformið sem þarf að koma, ég er ekki búinn að spila margar mínútur. En líkamlega standið er bara mjög gott og ég er að ná að halda mér heilum. Við spilum með tvo framherja, 4-4-2 kerfi. Þeir vilja sækja mjög hart og pressa mjög hátt, ég líki þessu svolítið við Blikana, hugsunin á bak við þetta. Ég held að það henti mér bara mjög vel, þeir vilja spila fótbolta.“ Fjallað var um félagaskipti Ísaks í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum efst í fréttinni.
Danski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Sjá meira