„Við erum ekki á góðum stað“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 09:02 Arnar var farið að klæja í fingurgómana að komast aftur út á völl og var fljótur að svara kalli Fylkis. vísir / ÍVAR Arnar Grétarsson á ærið verkefni fyrir höndum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann er ráðinn til að forða liðinu frá fallsvæðinu og segir verkefnið spennandi, en á sama tíma krefjandi. Arnar er afar reynslumikill og hefur sinnt fjölmörgum störfum í fótboltanum frá því að skórnir fóru á hilluna. Síðast var hann þjálfari Vals í Bestu deildinni en hann hefur verið án starfs síðan síðasta sumar. „Það hafa verið einhverjar þreifingar, þá aðallega erlendis, þar sem maður var á einhverjum stöðum líklegur en það endaði ekki. Nú kom þetta upp, eins og menn vita er tímabilið í gangi og þá eru nú yfirleitt ekki miklar hreyfingar á þjálfurum, sem betur fer, en það er alltaf eitthvað. Þarna losnar staða og ég er búinn að vera í burtu í nánast heilt ár, þannig að mann klæjaði aðeins í fingurgómana að koma sér aftur út á völl. Mér fannst verkefnið líka bara spennandi og á sama tíma krefjandi“ segir Arnar um nýja starfið. Arnar var áður þjálfari Vals. vísir/Diego Stutt í neðstu sætin Verkefnið er sannarlega krefjandi. Fylkir hefur ekki fagnað góðu gengi á tímabilinu og forveri Arnars í starfi, Árni Guðnason, var látinn fara eftir að hafa aðeins safnað tíu stigum í tólf leikjum í sumar. Arnar var því fenginn til að taka við liðinu það sem eftir lifir tímabils og er ekki farinn að hugsa lengra fram í tímann. „Við erum ekki á góðum stað… Staðan er bara þannig að við þurfum að byrja á því að koma okkur úr fallhættu, þeirri stöðu sem við erum í. Það er stutt í neðstu sætin. Svo geta menn leyft sér að horfa eitthvað aðeins upp fyrir sig. Númer eitt, tvö og þrjú er bara að klára tímabilið og reyna að gera það vel. Svo sest maður bara niður og skoðar málin í lok tímabils.“ Framtíðin óráðin en ljóst er að Fylkir býr yfir öflugum leikmannahópi, sem Arnar er spenntur að vinna með og kynnast betur. Hann fór ítarlega yfir það sem framundan er í Árbænum í viðtali sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar Grétarsson um nýja starfið í Árbænum Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Arnar er afar reynslumikill og hefur sinnt fjölmörgum störfum í fótboltanum frá því að skórnir fóru á hilluna. Síðast var hann þjálfari Vals í Bestu deildinni en hann hefur verið án starfs síðan síðasta sumar. „Það hafa verið einhverjar þreifingar, þá aðallega erlendis, þar sem maður var á einhverjum stöðum líklegur en það endaði ekki. Nú kom þetta upp, eins og menn vita er tímabilið í gangi og þá eru nú yfirleitt ekki miklar hreyfingar á þjálfurum, sem betur fer, en það er alltaf eitthvað. Þarna losnar staða og ég er búinn að vera í burtu í nánast heilt ár, þannig að mann klæjaði aðeins í fingurgómana að koma sér aftur út á völl. Mér fannst verkefnið líka bara spennandi og á sama tíma krefjandi“ segir Arnar um nýja starfið. Arnar var áður þjálfari Vals. vísir/Diego Stutt í neðstu sætin Verkefnið er sannarlega krefjandi. Fylkir hefur ekki fagnað góðu gengi á tímabilinu og forveri Arnars í starfi, Árni Guðnason, var látinn fara eftir að hafa aðeins safnað tíu stigum í tólf leikjum í sumar. Arnar var því fenginn til að taka við liðinu það sem eftir lifir tímabils og er ekki farinn að hugsa lengra fram í tímann. „Við erum ekki á góðum stað… Staðan er bara þannig að við þurfum að byrja á því að koma okkur úr fallhættu, þeirri stöðu sem við erum í. Það er stutt í neðstu sætin. Svo geta menn leyft sér að horfa eitthvað aðeins upp fyrir sig. Númer eitt, tvö og þrjú er bara að klára tímabilið og reyna að gera það vel. Svo sest maður bara niður og skoðar málin í lok tímabils.“ Framtíðin óráðin en ljóst er að Fylkir býr yfir öflugum leikmannahópi, sem Arnar er spenntur að vinna með og kynnast betur. Hann fór ítarlega yfir það sem framundan er í Árbænum í viðtali sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar Grétarsson um nýja starfið í Árbænum
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn