„Við erum ekki á góðum stað“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. júlí 2025 09:02 Arnar var farið að klæja í fingurgómana að komast aftur út á völl og var fljótur að svara kalli Fylkis. vísir / ÍVAR Arnar Grétarsson á ærið verkefni fyrir höndum sem þjálfari Fylkis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann er ráðinn til að forða liðinu frá fallsvæðinu og segir verkefnið spennandi, en á sama tíma krefjandi. Arnar er afar reynslumikill og hefur sinnt fjölmörgum störfum í fótboltanum frá því að skórnir fóru á hilluna. Síðast var hann þjálfari Vals í Bestu deildinni en hann hefur verið án starfs síðan síðasta sumar. „Það hafa verið einhverjar þreifingar, þá aðallega erlendis, þar sem maður var á einhverjum stöðum líklegur en það endaði ekki. Nú kom þetta upp, eins og menn vita er tímabilið í gangi og þá eru nú yfirleitt ekki miklar hreyfingar á þjálfurum, sem betur fer, en það er alltaf eitthvað. Þarna losnar staða og ég er búinn að vera í burtu í nánast heilt ár, þannig að mann klæjaði aðeins í fingurgómana að koma sér aftur út á völl. Mér fannst verkefnið líka bara spennandi og á sama tíma krefjandi“ segir Arnar um nýja starfið. Arnar var áður þjálfari Vals. vísir/Diego Stutt í neðstu sætin Verkefnið er sannarlega krefjandi. Fylkir hefur ekki fagnað góðu gengi á tímabilinu og forveri Arnars í starfi, Árni Guðnason, var látinn fara eftir að hafa aðeins safnað tíu stigum í tólf leikjum í sumar. Arnar var því fenginn til að taka við liðinu það sem eftir lifir tímabils og er ekki farinn að hugsa lengra fram í tímann. „Við erum ekki á góðum stað… Staðan er bara þannig að við þurfum að byrja á því að koma okkur úr fallhættu, þeirri stöðu sem við erum í. Það er stutt í neðstu sætin. Svo geta menn leyft sér að horfa eitthvað aðeins upp fyrir sig. Númer eitt, tvö og þrjú er bara að klára tímabilið og reyna að gera það vel. Svo sest maður bara niður og skoðar málin í lok tímabils.“ Framtíðin óráðin en ljóst er að Fylkir býr yfir öflugum leikmannahópi, sem Arnar er spenntur að vinna með og kynnast betur. Hann fór ítarlega yfir það sem framundan er í Árbænum í viðtali sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar Grétarsson um nýja starfið í Árbænum Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira
Arnar er afar reynslumikill og hefur sinnt fjölmörgum störfum í fótboltanum frá því að skórnir fóru á hilluna. Síðast var hann þjálfari Vals í Bestu deildinni en hann hefur verið án starfs síðan síðasta sumar. „Það hafa verið einhverjar þreifingar, þá aðallega erlendis, þar sem maður var á einhverjum stöðum líklegur en það endaði ekki. Nú kom þetta upp, eins og menn vita er tímabilið í gangi og þá eru nú yfirleitt ekki miklar hreyfingar á þjálfurum, sem betur fer, en það er alltaf eitthvað. Þarna losnar staða og ég er búinn að vera í burtu í nánast heilt ár, þannig að mann klæjaði aðeins í fingurgómana að koma sér aftur út á völl. Mér fannst verkefnið líka bara spennandi og á sama tíma krefjandi“ segir Arnar um nýja starfið. Arnar var áður þjálfari Vals. vísir/Diego Stutt í neðstu sætin Verkefnið er sannarlega krefjandi. Fylkir hefur ekki fagnað góðu gengi á tímabilinu og forveri Arnars í starfi, Árni Guðnason, var látinn fara eftir að hafa aðeins safnað tíu stigum í tólf leikjum í sumar. Arnar var því fenginn til að taka við liðinu það sem eftir lifir tímabils og er ekki farinn að hugsa lengra fram í tímann. „Við erum ekki á góðum stað… Staðan er bara þannig að við þurfum að byrja á því að koma okkur úr fallhættu, þeirri stöðu sem við erum í. Það er stutt í neðstu sætin. Svo geta menn leyft sér að horfa eitthvað aðeins upp fyrir sig. Númer eitt, tvö og þrjú er bara að klára tímabilið og reyna að gera það vel. Svo sest maður bara niður og skoðar málin í lok tímabils.“ Framtíðin óráðin en ljóst er að Fylkir býr yfir öflugum leikmannahópi, sem Arnar er spenntur að vinna með og kynnast betur. Hann fór ítarlega yfir það sem framundan er í Árbænum í viðtali sem má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Arnar Grétarsson um nýja starfið í Árbænum
Lengjudeild karla Fylkir Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Sjá meira