Fótbolti

Fyrrum leik­maður Liverpool og Chelsea látinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joey Jones í leik með Liverpool gegn Aston Villa árið 1977.
Joey Jones í leik með Liverpool gegn Aston Villa árið 1977. Howard Walker/Mirrorpix/Getty Images

Joey Jones, fyrrum leikmaður Liverpool, Chelsea og velska landsliðsins í knattspyrnu, er látinn, 70 ára að aldri.

Frá þessu var greint í morgun, en undanfarið hafði Jones glímt við veikindi.

Jones hóf knattspyrnuferil sinn árið 1973 með velska liðinu Wrexham áður en hann gekk til liðs við Liverpool tveimur árum síðar. Á þeim þremur árum sem hann lék með Liverpool varð hann einu sinni enskur meistari, ásamt því að vinna UEFA bikarinn, evrópska ofurbikarinn og Evrópubikarinn í tvígang.

Hann var fyrsti Walesverjinn til að vinna Evrópubikar.

Eftir tíma sinn hjá Liverpool gekk hann í raðir Wrexham á ný og varð dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Það met var ekki slegið fyrr en árið 2022.

Hann lék síðar Chelsea og hjálpaði liðinu að vinna sér inn sæti í efstu deild. Þá lék hann einnig með Huddersfield áður en hann snéri aftur til Wrexham þar sem hann lauk ferlinum árið 1992, þá 37 ára gamall.

Jones lék einnig 72 leiki fyrir velska landsliðið og er fimmtándi leikjahæsti leikmaður liðsins frá upphafi ásamt Mark Hughes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×