Golf

Mætti með bikarinn á frum­sýningu Happy Gilmore

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Scottie Scheffler ásamt eiginkonu sinni, Meredith, og The Claret Jug, frægasta bikarnum í golfheiminum.
Scottie Scheffler ásamt eiginkonu sinni, Meredith, og The Claret Jug, frægasta bikarnum í golfheiminum. vísir/getty

Rúmum sólarhring eftir að hafa tryggt sér sigur á Opna breska meistaramótinu var Scottie Scheffler mættur með bikarinn í bíó í New York.

Í gærkvöldi var Happy Gilmore 2 frumsýnd í New York en margir bíða spenntir eftir að sjá myndina þar sem margar golfstjörnur koma fram og þar á meðal Scheffler.

Það kom eflaust einhverjum á óvart að sjá besta kylfing heims mæta með Claret Jug í kvikmyndahúsið en það gerði Scheffler hress og kátur.

Myndin fer í almenna sýningu á Netflix á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×