Innlent

Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður fjallað um flugfélagið Play sem tók dýfu á markaði í morgun. 

Dýfan útskýrist af afkomuviðvörun sem félagið sendi frá sér síðdegis í gær. Við ræðum við sérfræðing í flugbransanum um stöðuna á félaginu og framtíðarhorfur. 

Einnig verður rætt við formann atvinnuveganefndar um nefndarfund sem Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðismanna hefur farið fram á að verði haldinn.

Að auki verður fjallað um hópinn Skjöld Íslands sem hefur verið að vekja á sér athygli á samfélagsmiðlum og segist ætla að berjast gegn glæpum útlendinga hér á landi. Lögreglan talar um varhugaverða þróun og afbrotafræðingur segir hópinn merki um vaxandi útlendingaandúð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×