Íslenski boltinn

Upp­bótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gummi Ben fékk samherjana fyrrverandi til að ræða stóru málin.
Gummi Ben fékk samherjana fyrrverandi til að ræða stóru málin. Stúkan

Hinn skemmtilegi liður Uppbótartíminn var á sínum stað í síðasta þætti Stúkunnar. Þar var meðal annars farið yfir hverjir væru mikilvægastir sínu liði hjá toppliðum Bestu deildar karla.

Að venju fór Uppbótartíminn þannig fram að Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi, spurði sérfræðinga þáttarins spurninga sem sérfræðingarnir þurftu að svara á innan við 60 sekúndum. Að þessu sinni voru sérfræðingar þáttarins þeir Baldur Sigurðsson og Bjarni Guðjónsson.

Klippa: Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“

„Hvaða leikmaður í Val, Víking og Breiðablik gætu liðin ekki verið án,“ spurði Gummi Ben og Bjarni svaraði um hæl.

„Þetta tók níu sekúndur,“ sagði Gummi agndofa eftir svar Bjarna. Í kjölfarið tók Baldur sér örlítið lengri tíma í að svara en vildi þó ekki nefna sömu leikmenn.

Aðrar spurningar í Uppbótartímanum að þessu sinni voru:

  • Hvaða tvö lið munu falla?
  • Hvers vegna fór Birnir í KA?

Uppbótartímann má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×