Fótbolti

Undra­barn Barcelona hefur stækkað um tíu senti­metra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal hefur fengið tíuna hjá Barcelona en hann spilar ekki í sömu stærð af treyju og fyrir einu og hálfu ári síðan.
Lamine Yamal hefur fengið tíuna hjá Barcelona en hann spilar ekki í sömu stærð af treyju og fyrir einu og hálfu ári síðan. Getty/Stringer

Lamine Yamal er nýbúinn að halda upp á átján ára afmælið en hann er samt fyrir löngu kominn í hóp bestu fótboltamanna heims. Hann er hins vegar enn að vaxa og stækka.

Yamal er búinn að gera miklu meira á þessum aldri en leikmenn eins og Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og fleiri gerðu á sínum tíma á sama aldri.

Þeir sem hafa fylgst með honum síðustu tvö tímabil hafa einnig séð mikla breytingu á honum líkamlega.

Strákurinn er enn að þroskast og dafna líkamlega. Það hefur verið fjallað um að hann hefur styrkt allur og bætt við sig töluverðum vöðvamassa.

Það er líka ljóst að mótherjar Yamal eru ekki lengur að glíma við sama litla strákinn.

Nú síðast hafa menn bent á það að Yamal hefur stækkað um tíu sentimetra síðan hann kom inn í lið Barcelona fyrir tæpum tveimur árum. Þá var hann 171 sentimetrar á hæð en núna er hann kominn yfir 180 sentimetra.

Mótherjarnir eru því að mæta allt öðrum leikmanni en þegar strákurinn sló fyrst í gegn.

Fyrir átján ára afmælið þá var Yamal búinn að skora 25 mörk og gefa 34 stoðsendingar í 106 leikjum með Barcelona og skora 6 mörk og gefa 9 stoðsendingar í 21 leik með spænska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×