Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2025 07:00 Martín Zubimendi hefur mikla trú á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Getty/Stuart MacFarlane Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals) Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira
Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals)
Enski boltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjá meira