„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júlí 2025 19:32 Kjartan Þorbjörnsson, Golli, segir ömurlegt að fréttaljósmyndarar geti ekki sinnt starfi sínu í friði. Vísir/Vilhelm Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli. Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Kjartan Þorbjörnsson, Golli, fordæma árás sem Eyþór Árnason ljósmyndari Morgunblaðsins varð fyrir á mótmælum við utanríkisráðuneytisins í gær. Eyþór fékk yfir sig gusu af rauðri málningu er hann myndaði viðburðinn. Skvettarinn virðist einskis iðrast og Eyþór hyggst kæra hann fyrir líkamsárás og eignatjón. „Það er ömurlegt að sjá svona árásir á blaðamenn við störf. Það er eitthvað sem við höfum ekki, alla vega líkamlegar árásir, séð áður,“ segir Sigríður Dögg. Golli tekur í sama streng en bæði voru þau til tals í Reykjavík síðdegis. Blaðamenn sem mæti á mótmæli séu í meira mæli farnir að skilja blaðamannapassann sinn eftir á stað þar sme þeir sjáist ekki vegna þess að þeir vilji ekki að mótmælendur viti að þeir séu blaðamenn. Eðlilega geti ljósmyndarar aftur á móti ekki látið eins lítið fyrir sér fara. „Þetta er mjög alvarlegt vegna þess að á árum áður voru blaðamannapassarnir ákveðin vörn. Þessu starfi var sýnd virðing og það var komið fram við blaðamenn með öðrum hætti en við sjáum í dag,“ segir Sigríður Dögg. Veltir fyrir sér hvað kemur næst Golli segist hafa lent í alls konar vandræðum á ferlinum, til að mynda á átakatímum. „Til dæmis eftir hrun þegar allt logaði í samfélaginu og við vorum niðri á Austurvelli milli lögreglunnar og mótmælenda, þá lentu menn í alls konar hlutum. En í þessu tilviki er þessu beint að einum manni, fulltrúa eins fjölmiðils,“ segir Golli. Í umfjöllun um málið hefur komið fram að skvettarinn hafi spurt bæði ljósmyndara Morgunblaðsins og tökumann Ríkisútvarpsins frá hvaða miðli þeir kæmu og einungis skvett á ljósmyndara Morgunblaðsins eftir að þeir svöruðu. „Það er ennþá ömurlegra ef það er verið að refsa og ráðast á ljósmyndara miðils vegna þess að þú ert kannski ósammála einhverju sem fram kemur í þeim miðli,“ segir Sigríður Dögg, sem vill þó ekki lesa í þá staðreynd að ljósmyndarinn hafi verið frá Morgunblaðinu að öðru leyti. Golli segir starf fréttaljósmyndara gríðarlega mikilvægt, einn góður fréttaljósmyndari á Gasa geti gert miklu meira gagn en stórar hersveitir fyrir mótherjann. „Ef við getum ekki haft augu og eyru á staðnum hérna heima án þess að eiga þá hættu að það sé verið að henda í okkur málningu, eða hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur? Þetta er bara fyrsta skrefið,“ segir Golli.
Ljósmyndun Átök í Ísrael og Palestínu Fjölmiðlar Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira