Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 11:43 Frá ferjubryggjunni við Flatey. Mynd úr safni. Sýn/Sigurjón Ábúendur í Flatey lýsa áhyggjum af fyrirhugaðri stækkun Hótels Flateyjar sem hefur óskað eftir að breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á friðlýstu landi. „Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024. Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
„Ég vil alls ekki sjá þetta,“ segir Hafsteinn Guðmundsson, bóndi og einn örfárra ábúenda í eynni, í samtali við Vísi, spurður út í álit sitt á því að Hótel Flatey hafi óskað eftir því við Reykhólahrepp að breyta deiliskipulagi á eynni svo hótelið gæti stækkað við sig. Hafsteinn lýsir áhyggjum af því að forsvarsmenn hótelsins vilji byggja tvö gistihús inni í gamla þorpinu sem var árið 2019 staðfest af menningarmálaráðherra sem verndarsvæði í byggð. Bóndinn segir aðra ábúendur og fólk með tengingar við eyna leggjast alfarið gegn breytingunum. Í byrjun júlí greindi mbl.is frá því að hótelið hefði óskað eftir breytingum á deiliskipulagi og að lóðin yrði stækkuð um 550 fermetra. Frá Flatey á Breiðafirði.Vísi/Sigurjón „Þessar friðlýsingar eru bara gerðar til þess að sýnast,“ segir Hafsteinn. „Það er sama hvaða friðlýsing það er. Ef einhverjum dettur eitthvað í hug og pólitíkin leyfir, þá er þeim breytt líka.“ Hafsteini þykir einnig skjóta skökku við að hótelið vilji byggja rétt upp við sjóinn. „Og þar er ekki tekið mikið mark á því sem fræðimenn kalla hækkun sjávar,“ bætir hann við. Forsvarsmenn hótelsins vilja nefnilega líka byggja nýja flotbryggju í víkinni Þýskuvör, upp við hótelið, og sú yrði í einkaeigu. Reykhólahreppur á enn eftir að afgreiða umsóknina frá Hótel Flatey og liggur málið enn hjá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins sem var 11. júní falið að kynna lýsinguna samkvæmt skipulagslögum. Til stendur að halda íbúafund í eynni vegna málsins eftir verslunarmannahelgi, að sögn Hafsteins. Hótel Flatey er í eigu Þórarinns Arnar Sævarssonar og Gunnars Sverris Harðarsonar, sem eiga hvor sinn þriðjungshlut í fasteignasölunni Remax. Hótelið er með gistirými fyrir allt að 30 manns og sækir hana nokkur fjöldi ferðamanna á ári. Skemmtiferðaskip að eynni og ferja ferðamenn með bátum að ströndum hennar. Samkvæmt nýjasta ársreikningi tapaði hótelið 45 milljóna króna fyrir skatt árið 2024, þar sem tekjur af sölu voru helmingi minni en árið áður, en árið 2023 skilaði hótelið tæplega sjö milljóna króna tapi fyrir skatt. Eigið fé félagsins nam 3.168 milljónum króna í árslok 2024.
Flatey Reykhólahreppur Ferðaþjónusta Ferðalög Hótel á Íslandi Veitingastaðir Landbúnaður Skipulag Tengdar fréttir Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44 Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03 Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45 Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Búið að selja Hótel Flatey á Breiðafirði Minjavernd hefur selt Hótel Flatey á Breiðafirði til nýrra aðila. Bæði er um að ræða rekstur og húsakost en til stendur að halda áfram gistirekstri og ferðaþjónustu á svæðinu. 3. mars 2022 09:44
Hótel Flatey á Breiðafirði komið á sölu Rekstur og húsakostur Hótel Flatey á Breiðafirði er nú til sölu, alls 678,3 fermetrar. 17. desember 2021 13:03
Lundinn finnur griðland í Flatey á Skjálfanda Lundinn virðist vera búinn að finna sér griðland norður í Flatey á Skjálfandaflóa, samkvæmt rannsóknum Náttúrustofu Norðausturlands. 26. september 2007 12:45
Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri Siglingatími yfir Breiðafjörð styttist með nýjum Baldri, sem áformað er að hefji áætlunarsiglingar milli Stykkishólms og Brjánslækjar í næstu viku. Ferjan fór í reynslusiglingu síðdegis eftir endurbætur í Hafnarfirði. 9. nóvember 2023 21:48