Enski boltinn

Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Jhon Arias í leik með Fluminense.
 Jhon Arias í leik með Fluminense. vísir/getty

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves styrkti sig í dag er það keypti kólumbíska landsliðsmanninn Jhon Arias frá Fluminense.

Kaupverðið var 15 milljónir punda en gæti hækkað í 19 milljónir gangi Arias og félaginu vel.

Þessi 27 ára gamli vængmaður skrifaði undir fjögurra ára samning við Úlfanna með möguleika á eins árs framlengingu.

Hann mun taka við treyjunúmeri 10 af Matheus Cunha sem var seldur til Man. Utd á dögunum.

Arias er fjölhæfur leikmaður og getur leyst allar stöður fremst á vellinum. Hann hefur verið lykilmaður hjá Fluminense og er almennt kallar kólumbíski Pelé í Suður-Ameríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×