Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júlí 2025 16:51 Ísraelar mótmæla stríðsrekstri Ísraelshers á Gasa. AP Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Fleiri en hundrað alþjóðleg hjálparsamtök sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu á dögunum að hungursneyð breiðist nú út um Gasa og ríkisstjórnir heimsins þurfi að grípa í taumana hið snarasta. Philippe Lazzarini stjórnarmaður í UNRWA segir frá því að hjálparstarfsfólk á Gasa falli í yfirlið við störf í vaxandi mæli og þurfi að lifa af á einni lítilli máltíð á dag. Hann greinir frá stöðunni í færslu á X, sem miðlar um allan heim hafa eftir. Lazzarini segir að UNRWA samtökin séu með neyðarbirgðir bæði í Jórdaníu og Egyptalandi sem gætu hlaðið sex þúsund flutningabíla og komið til Gasa. Hann biðlar til ísraelskra stjórnvalda að heimila öruggan flutning á birgðunum yfir landamærin. Hann segir að eitt af hverjum fimm börnum glími við næringarskort í Gasaborg og tilfellum fjölgi daglega. Flest börn sem starfsfólk UNRWA hafi aðstoðað eigi á hættu að deyja fái þau ekki þá meðhöndlun sem þau bráðvantar en skortur er á. Af meira en hundrað íbúum Gasa sem hafa dáið úr hungri á dögunum séu börn í meiri hluta. „Þessar hörmungar hafa áhrif á alla, þar með talið þá sem eru að reyna að bjarga lífum á þessu stríðshrjáða svæði,“ segir Lazzarini. Þegar hjálparstarfsfólk sé orðið vannært sé allt mannúðarstarf að þrotum komið. „Foreldrar eru of svangir til að sjá um börnin sín. Þeir sem drífa að sjúkrahúsum UNRWA hafa hvorki orku, mat né bjargir til að fara að læknisráði. Fjölskyldur ráða ekki lengur við þetta, þær eru að brotna niður, ófærar um að lifa af,“ segir Lazzarini. Hungursneyð ógnar blaðamönnum Í sameiginlegri yfirlýsingu frá breska ríkisútvarpinu, Agence France-Presse (AFP), Associated Press (AP) og Reuters lýsa miðlarnir fjórir yfir miklum áhyggjum af blaðamönnum sem starfa á Gasa. Þeir eigi erfitt með að sjá sér og fjölskyldum sínum fyrir mat. Blaðamönnum erlendra fréttamiðla hefur verið meinaður aðgangur að Gasa og miðlarnir því reitt sig á sjálfstætt starfandi blaðamenn sem búa á svæðinu. „Í marga mánuði hafa þessir sjálfstæðu blaðamenn verið augu og eyru heimsbyggðarinnar á Gasa,“ segir í yfirlýsingu miðlanna. „Blaðamenn þurfa að mæta bæði skorti og mótlæti á átakasvæðum við erum mjög óttasleginn yfir því að hungursneyð sé enn ein ógnin á hendur þeim. Enn og aftur biðlum við til ísraelskra yfirvalda að hleypa blaðamönnum inn og út úr Gasa. Það er jafnframt lykilatriði að fólkið á Gasa fái nægilegar matarbirgðir.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“