Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júlí 2025 21:02 Ásmundur Friðriksson er hér að setja Skötumessuna formlega í Gerðaskóla í Garði miðvikudagskvöldið 23. júlí. Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í kringum skötumessur Ásmundar og hans fólks í gegnum árin. Magnús Hlynur Hreiðarsson Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun. Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll. Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira
Enn ein Skötumessan var haldin í Gerðaskóla í Garðinum í vikunni en hún er alltaf haldin í kringum Þorláksmessu á sumri. Fjöldi fólks mætti í skólann til að borða saman skötu, helst vel kæsta en saltfiskur er líka í boði og plokkfiskur, ásamt nýjum íslenskum kartöflum og fjölbreyttu meðlæti. Alltaf er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði eftir borðhald en þá koma ýmsir fram til að syngja eða fara með gaman mál. Páll Rúnar Pálsson, frá Heiði í Mýrdal, sem verður 80 ára á næsta ári mætir alltaf og syngur fyrir gesti messunnar. Það er alltaf góð stemming á Skötumessunum enda tekur fólk vel til matar síns.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi alþingismaður á heiðurinn af Skötumessunni með sínu fólki. „Þetta er skemmtilegt og það er náttúrulega ótrúlega fallegt að fylla hér húsið á miðvikudegi í enda júlí. Fólk að skemmta sér án áfengis og leggja góðum málum lið og samfélaginu, sem kallar eftir stuðningi,“ segir Ásmundur. Fjöldi fólks sótti Skötumessuna í vikunni og naut matarins og skemmtiatriða.Magnús Hlynur Hreiðarsson Talandi um stuðning, nokkrir styrkir voru afhentir strax eftir skötumessuna núna eða um sjö milljónir króna. Kristján Magnússon frá Minna Hofi á Rangárvöllum fékk til dæmis gjafabréf upp á eina milljóna króna fyrir kaup á bíl og Björgin, sem er geðræktarmiðstöðin í Reykjanesbæ fékk eldhúsinnréttingu í Hvamm, sem er aðsetur hópsins í félagsstarfi, svo eitthvað sé nefnt um hvert styrkirnir fóru. En hvað hefur safnast mikið í öll þessi ár? „Það er komið eitthvað á annað hundrað milljónir, sem við höfum lagt þessu samfélagi lið hér á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og reyndar út um allt land því við höfum stutt allskonar málefni, bæði hér og víða um landið,“ segir Ásmundur. Þeir sem fengu eða fulltrúar þeirra, sem fengu styrk eftir Skötumessuna í vikunni í Gerðarskóla.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þú hlýtur að vera stoltur af þessu? „Já, við erum öll stolt því við erum öll í þessu saman. Þetta er ekki eins manns verk, þetta er margra manna verk og Skötumessan er verkefni okkar allra, sem hér eru á hverri stundu,“ segir Ásmundur alsæll.
Suðurnesjabær Menning Sjávarréttir Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Sjá meira