Nýtt undrabarn hjá Arsenal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 16:03 Stuðningsmenn Arsenal vonast örugglega til að sjá miklu meira af hinum fimmtán ára Max Dowman á komandi tímabili eftir tilþrifin sem strákurinn sýndi um helgina. Getty/David Price Þetta var góð helgi fyrir Arsenal því félagið er loksins kominn með alvöru níu eftir kaupin á Viktor Gyökeres. Liðið vann líka sigur á Newcastle United og heldur því áfram að vinna leiki sína á undirbúningstímabilinu. Þrátt fyrir þetta eru margir stuðningsmenn Arsenal að ræða allt annað eftir þessa helgi. Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Hinn fimmtán ára gamli Max Dowman sló nefnilega algjörlega í gegn í innkomu sinni í leik helgarinnar. Táningurinn kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri á Newcastle og spilaði eftirminnilegar þrjátíu mínútur. Hann endaði á því að fiska vítaspyrnuna sem Martin Ödegaard skoraði sigurmarkið úr. Það gerði Dowman eftir frábæran sprett þar sem hann sýndi tækni sína og sprengikraft með því að labba framhjá varnarmönnum og búa til mikið úr nánast engu. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Stuðningsmenn Arsenal hafa örugglega fyrir löngu heyrt um hinn stórefnilega Dowman en hann var of ungur til að spila með aðalliðinu á síðasta tímabili. Dowman fæddist 31. desember 2009 og verður því ekki sextán ára fyrr en á síðasta degi ársins. Hann var aðeins þrettán ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liði Arsenal. Hann er sókndjarfur miðjumaður sem getur spilað sem tía eða út á hægri væng. Hann er líka spyrnumaður góður og hefur verið að taka horn og aukaspyrnur með yngri liðum Arsenal. Miðað við tilþrifin sem hann sýndi í gær þá er augljóst að það er sannkallað undrabarn í Arsenal liðinu. Nú er Dowman orðinn nógu gamall og hefur komið inn á í síðustu tveimur leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Þetta gæti því verið annað tímabilið í röð þar sem Arsenal fær öflugan leikmann inn í liðið úr unglingastarfinu en á síðasta tímabili var það bakvörðurinn Myles Lewis-Skelly sem sló í gegn og vann sér ekki aðeins sæti í byrjunarliði Arsenal heldur einnig sæti í enska landsliðinu. Hann er enn bara átján ára en orðinn lykilmaður í liðinu. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira