Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 15:22 Landbúnaður er mjög vatnsfrekur en þurrkar hafa neytt bændur um allan heim til að leita sífellt meira til grunnvatns til að vökva akra sína. AP/Matt York Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar. Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar.
Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02