Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2025 21:45 Jarðgangastoppið á Íslandi hefur staðið yfir í fimm ár eða frá opnun Dýrafjarðarganga haustið 2020. Önnur fimm ár gætu liðið þar til byrjað verður að grafa fyrir næstu göngum. Hafþór Gunnarsson Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda