Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2025 21:45 Jarðgangastoppið á Íslandi hefur staðið yfir í fimm ár eða frá opnun Dýrafjarðarganga haustið 2020. Önnur fimm ár gætu liðið þar til byrjað verður að grafa fyrir næstu göngum. Hafþór Gunnarsson Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós. Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Í fréttum Sýnar var fjallað um áform ríkisstjórnarflokkanna eins og þau birtast í fjármálaáætlun til ársins 2030. Í henni segir beinlínis: „Óljóst er hvernig staðið verði að fjármögnun jarðganga.“ Og ennfremur: „Vegna þröngrar stöðu ríkisfjármála liggur fyrir að afar takmarkað svigrúm verður til að ráðast í slíkar stórframkvæmdir á næstu árum.“ Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður.VEGAGERÐIN/MANNVIT Síðan er sagt að til greina kæmi að stofna sérstakt innviðafélag um fjármögnun stærri samgönguframkvæmda. Einnig að endurskoða þyrfti lög um samvinnuverkefni um samgönguframkvæmdir. Þar með er óbeint viðurkennt að sú aðferð mislukkaðist en reynt var að nota hana bæði við Hornafjarðarfljót og Ölfusárbrú. Einnig segir í texta fjármálaáætlunar að mikilvægt sé að víðtæk umræða eigi sér stað um fjármögnun. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra ætlar að hefja umræðuna með innviðafundum í öllum landshlutum í ágústmánuði og síðan með innviðaþingi í Reykjavík þann 28. ágúst. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra áformar fundaröð í næsta mánuði um samgöngumálin.grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Ráðherrann tilkynnti í byrjun árs að hann ætlaði að mæla fyrir nýrri samgönguáætlun á Alþingi í haust. Þá kvaðst hann ekki bundinn af fyrri forgangsröðun, sem setti Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar í fyrsta sæti jarðgangaáætlunar. Áhugavert verður að sjá hvort hann setji annað jarðgangaverkefni á Austfjörðum í undirbúningsferli; Fjarðagöng milli Seyðisfjarðar, Mjóafjarðar og Norðfjarðar, sem margir Austfirðingar vilja fá á undan. Ein stærsta spurningin er hvort annar valkostur á Austfjörðum fái brautargengi hjá nýjum innviðaráðherra, tvenn göng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar um Mjóafjörð.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir En það er einmitt vegna þess hve Fjarðarheiðargöngin til Seyðisfjarðar eru umdeild sem sumir hafa spáð því að Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta verði tekin fram fyrir, en Vegagerðin áformar að hefja rannsóknarboranir vegna þeirra í sumar. Líklegt þykir að tvenn önnur göng verði einnig sett í undirbúning; Súðavíkurgöng milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar og Hvalfjarðargöng númer tvö. Búist er við að ráðherrann kynni einnig forgangsröðun annarra stórverkefna næstu fjögur ár. Þar blasir við að höfuðborgarsvæðið verði í forgangi; með breikkun Vesturlandsvegar á Kjalarnesi, breikkun Suðurlandsvegar milli Rauðavatns og Gunnarshólma, Sæbrautarstokkur og Reykjanesbraut í Hafnarfirði eru ofarlega í höfuðborgarsáttmála og svo má búast við Sundabraut á listanum. Búist er við að stórframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu verði fyrirferðamiklar í næstu samgönguáætlun.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Utan suðvesturhornsins er líklegt að Bíldudalsvegur fái framgang en hann er í raun hluti vegagerðar yfir Dynjandisheiði. Tvær stórbrýr yfir Skjálfandafljót, önnur í Kinn og hin við Goðafoss, verða ofarlega á blaði og loks þykir líklegt að Axarvegur, milli Djúpavogs og Egilsstaða, fái grænt ljós.
Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Vegagerð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vegtollar Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fimmti hver á bráðadeild vegna ölvunarástands Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Spáir því að Fljótagöng verði næstu jarðgöng „Ljóst er af framgangi málsins að Vegagerðin hefur fengið pólitísk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að Fljótagöngin verði næstu jarðgöng á landinu.“ 14. júní 2025 08:56
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21