Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2025 08:04 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er að setja saman nýtt lið og vill fá Alexander Isak sem fremsta mann. Getty/Yu Chun Christopher Wong/George Wood Liverpool hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum í sumar og keypt hvern stjörnuleikmanninn á fætur öðrum. Englandsmeistararnir eru samt ekki hættir og það vekur upp spurningarmerki hjá mörgum. Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Sterkur orðrómur er um það í enskum fjölmiðlum að Liverpool ætli líka að kaupa sænska framherjann Alexander Isak frá Newcastle sem verður þá dýrasti, ekki bara í sögu Liverpool heldur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. 44 milljarðar króna Liverpool er þegar búið að eyða 265 milljónum punda í glugganum. Það eru 44 milljarðar íslenskra króna. Sóknarmiðjumaðurinn Florian Wirtz var keyptur fyrir 100 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Jeremie Frimpong var keyptur fyrir 29,5 milljónir punda frá Bayer Leverkusen. Bakvörðurinn Milos Kerkez var keyptur fyrir 40 milljónir punda frá England Bournemouth. Markvörðurinn Giorgi Mamardashvili var keyptur fyrir 25 milljónir punda frá Valencia. Framherjinn Hugo Ekitike var keyptur fyrir 69 milljónir punda frá Eintracht Frankfurt. Hvernig er þetta hægt? Margir og þá sérstaklega stuðningsmenn andstæðinga Liverpool skilja ekki hvernig Liverpool getur haldið áfram að kaupa leikmenn fyrir stórar upphæðir þrátt fyrir alla þessa eyðslu. Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Hann kostar liðið allt upp í 140 milljónir punda ef ekki meira. Mark McAdam reyndi að útskýra þetta og svara þessari spurningu fyrir Sky Sports. Það eru strangar rekstrarreglur í ensku úrvalsdeildinni og við höfum séð stig vera tekin af félögum vegna brota á þeim. Skynsamir og sparsamir Lykillinn fyrir Liverpool liggur í skynsömum og sparsömum rekstri síðustu ár. Félagið hefur eytt litlu og líka selt leikmenn. Liverpool er að ganga frá sölu á Luiz Diaz til Bayern München fyrir væna upphæð og hefur selt fleiri leikmenn. McAdam sýndi töflu yfir það hversu litlu Liverpool hefur eytt miðað við félög eins og Chelsea, Manchester United og Arsenal. Þar er verið að tala um nettóeyðslu þegar bæði er tekið saman kaup og sölur. Stuðningsmenn Liverpool kvörtuðu mikið yfir alltof sparsömum eigendum í síðustu gluggum en það er einmitt fyrir þá litlu eyðslu þá að félagið getur eytt svona miklu núna. Peningarnir streyma að Það skiptir líka máli fyrir Liverpool að liðið átti frábært síðasta tímabil, þrátt fyrir nánast enga eyðslu, vann enska meistaratitilinn sem skilaði miklum tekjum og náði sér í væna upphæð í Meisataradeildinni. Peningarnir streyma því að Liverpool úr öllum áttum og það hjálpar til við að eiga fyrir þessum rosalega félagsskiptaglugga sem á að leggja grunninn að næstu meistarakynslóð félagsins. Hér fyrir neðan má sjá McAdam fara yfir þetta. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=g4xCyBKnFoA">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira