Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2025 20:48 Freyr og lærisveinar hans eru úr leik. Isosport/Getty Images Eftir 4-1 tap í Bergen áttu lærisveinar Freys Alexanderssonar litla möguleika fyrir síðari leik sinn gegn Red Bull Salzburg í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Noah frá Armeníu og lagði upp eitt marka liðsins þegar það féll úr leik. Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Sævar Atli Magnússon skoraði eina mark Brann í fyrri leiknum og var í byrjunarliðinu í kvöld. Það var Eggert Aron Guðmundsson einnig. Lærisveinar Freys gátu vart byrjað betur og komust yfir á þriðju mínútu en heimamenn drápu allar vonir um endurkomu með jöfnunarmarki nokkrum mínútum síðar. Staðan orðin 1-1 þegar sex mínútur voru liðnar. Þannig var hún enn bæði þegar flautað var til hálfleiks sem og leiksloka. Sævar Atli nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik áður en hann var tekinn af velli. Eggert Aron lék allan leikinn. Sævar Atli kallar ekki allt ömmu sína.Alex Nicodim/Getty Images Brann fer nú í forkeppni Evrópudeildarinnar. Þar bíður annað hvort stórlið Anderlecht eða Häcken frá Svíþjóð. Það ræðst á morgun hvort þeirra fer áfram en Anderlecht vann fyrri leik liðanna 1-0. Guðmundur hóf leikinn í vinstri bakverði Noah þegar liðið sótti ungverska liðið Ferencvárosi heim. Guðmundur nældi sér í gult spjald áður en hann lagði upp þriðja mark Noah í leiknum á 71. mínútu. Staðan þá 3-3 en heimamenn í Ferencvárosi fóru með sigur af hólmi, lokatölur 4-3. Guðmundur var tekinn af velli á 84. mínútu. Þar sem Ferencvárosi vann fyrri leikinn 2-1 vann ungverska liðið einvígið 6-4 samanlagt. View this post on Instagram A post shared by FC NOAH (@noah.footballclub) Arnór Sigurðsson kom inn af bekknum á 69. mínútu í 1-0 sigri Malmö á RFS. Malmö hafði unnið fyrri leikinn 4-1 og vann því einvígið 5-1 samanlagt. Daníel Tristan Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekknum hjá Malmö. Sænska félagið mætir FC Kaupmannahöfn í næstu umferð undankeppninnar. Fotbollsgodis! 🎯 pic.twitter.com/a21KPAX2XY— Malmö FF (@Malmo_FF) July 30, 2025 Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekk Panathinaikos sem gerði 1-1 jafntefli við Rangers. Fyrri leiknum lauk með 2-0 sigri Rangers sem er því komið áfram.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Fleiri fréttir Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira