Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 10:00 Scottie Scheffler með syni sínum Bennett Scheffler eftir sigurinn á 153. Opna meistaramótinu. Getty/Christian Petersen Bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler hefur nú unnið þrjú af risamótunum fjórum á golfferli sínum eftir sigur hans í Opna meistaramótinu fyrr í þessum mánuði. Scheffler hefur verið efsti maður heimslistans í 150 vikur og yfirburðir hans eru farnir að minna á Tiger Woods á sama tíma á hans ferli. Scheffler vann bæði PGA meistaramótið og Opna meistaramótið í ár og hann vann Mastersmótið í annað sinn í fyrra. Nú vantar hann bara eitt mót í safnið til að klára alslemmu golfsins. Rory McIlroy varð fyrr á árinu aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna öll risamótin fjögur. Scheffler bætist í hópinn ef hann vinnur Opna bandaríska meistaramótið en besti árangur hans þar er árið 2022 þegar hann varð í öðru sæti. Miðað við spilamennsku Scheffler þessi misserin er ekkert ólíklegt að hann vinni Opna bandaríska meistaramótið árið 2026. Þegar menn fóru að skoða aðeins betur tímasetningar og annað þá kom í ljós að það væri eiginlega of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin að Scheffler vinni mótið á næsta ári. Næsta Opna bandaríska meistaramótið fer nefnilega fram í hans heimafylki New Jersey eða hjá Shinnecock Hills golfklúbbnum. Það sem meira er að mótið byrjar 18. júní og klárast sunnudaginn 21. júní. Þann sama sunnudag heldur Scheffler einmitt upp á þrítugsafmælið sitt því hann er fæddur 21. júní 1996. 21. júní 2026 er einnig feðradagurinn í Bandaríkjunum en verðlaunaathafnir með Scheffler og syni hans Bennett, að leika sér með bikarinn, hafa verið endurteknar reglulega á síðustu mánuðum. Scheffler getur því haldið upp á stórafmælið sitt með syninum á feðradaginn með því að klára alslemmu golfsins. Jú er þetta er skrifað í skýin? View this post on Instagram A post shared by The DROP Podcast 🎙️ | Golfing In The Garden State (@thedrop_pod) Golf Opna breska Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Scheffler hefur verið efsti maður heimslistans í 150 vikur og yfirburðir hans eru farnir að minna á Tiger Woods á sama tíma á hans ferli. Scheffler vann bæði PGA meistaramótið og Opna meistaramótið í ár og hann vann Mastersmótið í annað sinn í fyrra. Nú vantar hann bara eitt mót í safnið til að klára alslemmu golfsins. Rory McIlroy varð fyrr á árinu aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni til að ná því að vinna öll risamótin fjögur. Scheffler bætist í hópinn ef hann vinnur Opna bandaríska meistaramótið en besti árangur hans þar er árið 2022 þegar hann varð í öðru sæti. Miðað við spilamennsku Scheffler þessi misserin er ekkert ólíklegt að hann vinni Opna bandaríska meistaramótið árið 2026. Þegar menn fóru að skoða aðeins betur tímasetningar og annað þá kom í ljós að það væri eiginlega of falleg saga til að vera ekki skrifað í skýin að Scheffler vinni mótið á næsta ári. Næsta Opna bandaríska meistaramótið fer nefnilega fram í hans heimafylki New Jersey eða hjá Shinnecock Hills golfklúbbnum. Það sem meira er að mótið byrjar 18. júní og klárast sunnudaginn 21. júní. Þann sama sunnudag heldur Scheffler einmitt upp á þrítugsafmælið sitt því hann er fæddur 21. júní 1996. 21. júní 2026 er einnig feðradagurinn í Bandaríkjunum en verðlaunaathafnir með Scheffler og syni hans Bennett, að leika sér með bikarinn, hafa verið endurteknar reglulega á síðustu mánuðum. Scheffler getur því haldið upp á stórafmælið sitt með syninum á feðradaginn með því að klára alslemmu golfsins. Jú er þetta er skrifað í skýin? View this post on Instagram A post shared by The DROP Podcast 🎙️ | Golfing In The Garden State (@thedrop_pod)
Golf Opna breska Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira