Fótbolti

Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lamine Yamal fagnar öðru marka sinna en hann spilaði bara fyrri hálfleikinn sem Barcelona vann 3-2.
Lamine Yamal fagnar öðru marka sinna en hann spilaði bara fyrri hálfleikinn sem Barcelona vann 3-2. Getty/Chung Sung-Jun

Barcelona vann 7-3 sigur á Seoul frá Suður-Kóreu í æfingarleik á Seoul World Cup Stadium í dag en spænska liðið er í æfingaferð í Asíu til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil.

Það vantaði ekki mörkin í leikinn í dag en Barcelona komst í 2-0 en var bara 3-2 yfir í hálfleik eftir að Kóreubúarnir jöfnuðu metin í 2-2.

Barcelona komst síðan í 6-2 í seinni hálfleiknum og skoruðu sjöunda mark sitt eftir að Kóreubúarnir höfðu minnkað muninn í 6-3.

Robert Lewandowski skoraði fyrsta markið á 8. mínútu og hinn ungi Lamine Yamal bætti við tveimur mörkum fyrir hálfleik.

Ferran Torres skorðai tvö mörk á síðustu sextán mínútunum en þeir Andreas Christensen og Gavi skoruðu líka í seinni hálfleiknum.

Marcus Rashford kom inn á sem varamaður fyrir Raphinha í hálfleik og lagði upp sjöunda markið em Torres skoraði.

Barcelona reyndi átján skot í leiknum og þar af fóru þrettán þeirra á markið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×