Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Jón Ísak Ragnarsson skrifar 31. júlí 2025 14:48 Vinsældir nafnsins Keir hafa minnkað í valdatíð forsætisráðherrans. AP Enginn nýburi var nefndur Keir í Bretlandi í fyrra, í fyrsta sinn síðan farið var að skrásetja gögn þess efnis. Múhameð var vinsælasta strákanafnið annað árið í röð, en meðal stúlkna var það Olivia sem var vinsælast. Telegraph greinir frá gögnum sem breska hagstofan birti í morgun þar sem finna má tölfræði yfir vinsælustu nöfn stráka og stelpna í Englandi og Wales. Þar segir að fjórir strákar hafi fengið nafnið Keir árið 2023, en engir í fyrra. Keir Starmer tók við sem forsætisráðherra Bretlands í júlí 2024. Sagt er frá því að uppruna nafnsins Keir megi rekja til Írlands, en eigi einnig rætur í Skotlandi. Sjálfur hafi Keir Starmer verið nefndur eftir Keir Hardie, einum af stofnendum verkamannaflokks Bretlands og fyrsta þingflokksleiðtoga hans. Í fyrra voru sextán strákar nefndir Boris, og fimm fengu nafnið Nigel. Vinsældir nafnsins Boris jukust eilítið þegar hann varð forsætisráðherra árið 2019, en það ár fengu 39 strákar nafnið og 43 árið 2020. Þegar Rishi Sunak varð forsætisráðherra árið 2022 voru 36 strákar sem fengu nafnið, en 37 voru nefndir Rishi árið eftir, 2023. Múhameð eykur forskotið Vinsældir Múhameðs jukust um fjórðung milli áranna 2023 og 2024, og jók þar með forskot sitt í fyrsta sæti vinsældarlistans. Í fyrra fæddust 5.721 sem fengu nafnið Múhameð, samanborið við 4.661 árið á undan, 2023, en það var í fyrsta sinn sem nafnið varð vinsælasta nafn nýfæddra breskra stráka. Í öðru sæti vinsældarlistans var nafnið Noah, en 4.139 strákar fengu nafnið Noah í fyrra. Í þriðja sæti var Oliver, í fjórða sæti Arthur og í því fimmta var Leo. Meðal stúlkna var nafnið Olivia vinsælast, níunda árið í röð. Þar á eftir kom Amelia, svo Lily, í því þriðja Isla og því fimmta Ivy. Nánar má lesa um málið í Telegraph. Bretland Wales England Mannanöfn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira
Telegraph greinir frá gögnum sem breska hagstofan birti í morgun þar sem finna má tölfræði yfir vinsælustu nöfn stráka og stelpna í Englandi og Wales. Þar segir að fjórir strákar hafi fengið nafnið Keir árið 2023, en engir í fyrra. Keir Starmer tók við sem forsætisráðherra Bretlands í júlí 2024. Sagt er frá því að uppruna nafnsins Keir megi rekja til Írlands, en eigi einnig rætur í Skotlandi. Sjálfur hafi Keir Starmer verið nefndur eftir Keir Hardie, einum af stofnendum verkamannaflokks Bretlands og fyrsta þingflokksleiðtoga hans. Í fyrra voru sextán strákar nefndir Boris, og fimm fengu nafnið Nigel. Vinsældir nafnsins Boris jukust eilítið þegar hann varð forsætisráðherra árið 2019, en það ár fengu 39 strákar nafnið og 43 árið 2020. Þegar Rishi Sunak varð forsætisráðherra árið 2022 voru 36 strákar sem fengu nafnið, en 37 voru nefndir Rishi árið eftir, 2023. Múhameð eykur forskotið Vinsældir Múhameðs jukust um fjórðung milli áranna 2023 og 2024, og jók þar með forskot sitt í fyrsta sæti vinsældarlistans. Í fyrra fæddust 5.721 sem fengu nafnið Múhameð, samanborið við 4.661 árið á undan, 2023, en það var í fyrsta sinn sem nafnið varð vinsælasta nafn nýfæddra breskra stráka. Í öðru sæti vinsældarlistans var nafnið Noah, en 4.139 strákar fengu nafnið Noah í fyrra. Í þriðja sæti var Oliver, í fjórða sæti Arthur og í því fimmta var Leo. Meðal stúlkna var nafnið Olivia vinsælast, níunda árið í röð. Þar á eftir kom Amelia, svo Lily, í því þriðja Isla og því fimmta Ivy. Nánar má lesa um málið í Telegraph.
Bretland Wales England Mannanöfn Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Rúmlega þrjátíu Kúbverjar sagðir hafa fallið í Venesúela Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum Sjá meira