„Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 20:13 Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Þóra Arnórsdóttir, samskiptastjóri Landsvirkjunar, segir að Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, sé rökþrota þegar hún ber forstjóra Landsvirkjunar saman við heimilisofbeldismann sem gangi konum og börnum í skrokk. Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“ Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Þung orð hafa verið látin falla í umræðunni um Hvammsvirkjun, ekki síst af Björgu Evu Erlendsdóttur framkvæmdastjóra Landverndar, sem líkti Herði Arnarsyni forstjóra Landsvirkjunar við ofbeldismann og sagði aðferðir hans minna á hvernig heimilisofbeldi sé þaggað niður. „Ekkert er að,“ skrifaði Björg í skoðanagrein á Vísi, „húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð.“ Greinilega rökþrota Þóra Arnórsdóttir samskiptastjóri Landsvirkjunar svaraði þessu í setti í fréttatíma Synar í kvöld. Sjá má viðbrögð hennar í spilaranum hér að neðan á mínútu þrjú. Þóra bendir á að vandað hafi verið til verka við undirbúning Hvammsvirkjunar. „Það er löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra segir að virkjunin njóti stuðnings á Alþingi og að skoðanakannanir sýni að almenningur styðji við aukna orkuöflun. „Þegar ég las greinina hennar Bjargar Evu í gærmorgun blöskraði mér fyrst. En svo fann ég til með henni vegna þess að... manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota,“ segir hún. „Að líkja Herði Arnarsyni við ofbeldismann sem gangi í skrokk á konum og börnum og segi þeim að ljúga til um hvaðan áverkarnir séu komnir þegar þau ganga um blámarin, ég held að við þurfum ekkert doktorspróf til að sjá að þessi samlíking sé langt út fyrir velsæmismörk.“ Hún segist skilja að fólki gangi kapp í kinn. „En þetta er bara svo ósmekklegt.“ Hún segir engar staðreyndir eða rök að ræða í grein Bjargar og bendir á að Landsvirkjun hafi fylgt lögum og reglum upp á punkt á prik í „þessu óralanga borðspili sem stjórnvöld hafa boðið upp á í kringum þessa virkjun.“ „Það sér nú fyrir endann á þessu.“ Segir hún alla dóma sem fallið hafa í málinu fjalla um formgalla, málsmeðferð stjórnsýslunnar eða mistök við lagasetningu eins og kom fram í Hæstaréttardómnum sem staðfesti í byrjun mánaðar ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar. Þóra segir jákvætt að sjá í bráðabirgðaúrskurði úrskurðarnefnda umhverfis- og auðlindamála að ekki sé sett út á neitt um sjálfa virkjunina. „Þar kemur fram að, út af því að það er búið að leiðrétta lögin, að þá sé von á bráðabirgðavirkjunarleyfi í ágúst — ég sá í færslu frá ráðherra að það gæti jafnvel orðið í næstu viku — og samkvæmt leiðbeiningum nefndarinnar geti Landsvirkjun sótt um framkvæmdaleyfi fyrir öllum undirbúningsframkvæmdum í framhaldi af því.“ Svo geti Landsvirkjun fengið fullt virkjunarleyfi þegar „búið er að fara allan hringinn sem farið var áður,“ segir hún. „Þannig að það sér nú fyrir endann á þessu.“
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Tengdar fréttir „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. 1. ágúst 2025 13:05