Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 21:26 Það var mjög erfitt að fjarlægja límmiðana, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Samsett Mynd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“. Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“.
Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira