Enski boltinn

Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Heung-Min Son kveður Tottenham á morgun.
Heung-Min Son kveður Tottenham á morgun. Lampson Yip - Clicks Images/Getty Images

Heung-Min Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun, æfingaleik gegn Newcastle í heimabæ hans Seoul í Suður-Kóreu.

Son tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í nótt, fyrir leikinn sem fer fram á morgun.

„Ég hef ákveðið að fara í sumar, félagið sýnir ákvörðuninni virðingu og hjálpar mér. Þetta er ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum. Hér á ég frábærar minningar en ég þarf nýtt umhverfi til að veita mér nýjar áskoranir.

Tíu ár er langur tími, ég kom til Lundúna sem krakki en fer sem fullorðinn maður, mjög stoltur maður“ sagði Son. 

Hann greindi þá einnig frá því að hann hefði tekið ákvörðunina fyrir nokkru síðan og látið þjálfarann Thomas Frank og nokkra leikmenn vita.

Langlíklegast þykir að hann fari til Los Angeles FC í MLS deild Bandaríkjanna, en félög í Sádi-Arabíu hafa einnig sýnt áhuga.

Hann fer frá Tottenham sem fjórði markahæsti leikmaður félagins frá upphafi, á eftir Harry Kane, Jimmy Greaves og Bobby Smith.

Allt í allt hefur hann skorað 173 mörk og gefið 101 stoðsendingu fyrir Tottenham, þar af eru 127 mörk og 27 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

Síðasti leikur Son, æfingaleikur Tottenham og Newcastle, verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay klukkan 10:55 á morgun, sunnudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×