Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 23:00 Þóra sagði að það væri löngu búið að semja við alla landeigendur á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir landeigandi. Samsett mynd Landeigendur í nágrenni við Þjórsá sem telja sig munu finna fyrir miklum áhrifum af byggingu Hvammsvirjunar segja að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig í tengslum við uppbygginguna og þvertaka fyrir ummæli Þóru Arnórsdóttur, samskiptastjóra Landsvirkjunar, um að löngu sé búið að semja við landeigendur á áhrifasvæði virkjunarinnar. Þóra stendur við ummælin. Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta. Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Þóra sagði í setti í kvöldfréttum Sýnar í gærkvöldi að það væri „löngu búið að semja við alla landeigendur, alla vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar.“ Þóra er forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Í viðtalinu tók hún enn fremur fram að vandað hafi gríðarlega til verka við undirbúning virkjunarinnar. Hannes Þ. Sigurðsson, sem á um átta hektara bústaðaland í Fagralandi 1 og 2 við Þjórsá, segir að Landsvirkjun hafi aldrei samið við sig. Lóð hans liggur upp að Þjórsárdalsvegi en Hannes segir að landið verði fyrir tölvuverðum áhrifum af væntanlegri hækkun vatsnborðs sem nái að gili á hans landi. Þá sé gert ráð fyrir landfyllingum á lóð Hannesar. Bústaður hans er í rúmlega hundrað metra fjarlægð frá Þjórsá. „Við höfum aldrei heyrt frá þeim, hvorki múkk né neitt,“ segir Hannes en hann segir að Landsvirkjun hafi á sínum tíma sagst ætla að semja við landeigendur á svæðinu um leið og dómsmálið væri leitt til lykta en Héraðsdómur staðfesti í síðasta mánuði úrskurð héraðsdóms um ólögmæti virkjunarinn en nú hefur lögunum verið breytt. Hannes veiddi þetta kvikindi í Þjórsá í dag. Aðsend Hannes segir að einu samskiptin sem landeigendur hafi átt við Landsvirkjun hafi verið á upplýsingafundi sem foreldrar Hannesar sátu árið 2012, en þeir áttu landið þá. Þá hafi heldur ekki verið samið um neitt. Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil og Hæstaréttur staðfesti það. Kveðst Hannes vita til fleiri landeigenda á svæðinu sem hafi sömu sögu að segja. Jón Benjamín Jónson, landeigandi Undralands við bakka Þjórsár, tekur undir með Hannesi. „Það hefur aldrei verið samið við okkur,“ segir hann við fréttastofu en hans bústaðaland er í landi Haga í Þjórsárdal. Hannes segir að samskiptastjórinn hafi einnig haldið því ranglega fram að undirbúningur Hvammsvirkjunar hafi verið fullnægjandi enda hafi hún verið úrksuðuð ólögmæt. Hann nefnir einnig að enn hafi ekki verið sýnt fram á að hin „seiðafleytuaðferð“ virki í stöðuvatni sem Hagalón muni verða. Þóra segir í samtali við fréttastofu að hún standi við ummælin og ítrekar að búið sé að semja við alla landeigendur og vatnsréttarhafa á áhrifasvæði Hvammsvirkjunar og kveðst hafa það eftir aðallögfræðingi Landsvirkjunar. Að öðru leyti vildi hún engu við bæta.
Deilur um Hvammsvirkjun Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
„Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar og landeigendur við Þjórsá þar sem fyrirhugað er að reisa Hvammsvirkjun lýsa vinnubrögðum Landsvirkjunar sem ofbeldi. Of miklu sé fórnað í nafni gróða. Landeigendur ætla, að eigin sögn, að halda í þrjóskuna og berjast gegn áformunum. 1. ágúst 2025 19:13