Enski boltinn

Á­horf­endum vísað út af Anfield

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Mynd náðist af stuðningsfólki að yfirgefa völlinn. 
Mynd náðist af stuðningsfólki að yfirgefa völlinn.  Carl Recine/Getty Images

Viðvörunarbjöllur fóru af einhverjum ástæðum í gang á Anfield, heimavelli Liverpool, fyrir æfingaleiki liðsins gegn Athletic Bilbao. Leikvangurinn var rýmdur en óvíst er hvers vegna. 

The Mirror greinir frá því að áhorfendur hafi verið sestir í sætin þegar skyndilega hljóðuðu háværar viðvörunarbjöllur.

Óvíst er hvers vegna en áhorfendum var vísað út af leikvanginum, mikil röð myndaðist svo við inngangana þegar þeim var hleypt aftur inn.

Liverpool mætir Athletic Bilbao í tvöföldum æfingaleik sem hefst núna klukkan fjögur. Þetta verður fyrsti leikur félagsins á heimavelli síðan Diogo Jota lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×