Íslenski boltinn

„Skemmti­legra þegar vel gengur“

Kolbeinn Kristinsson skrifar
Agla María var mögnuð í kvöld.
Agla María var mögnuð í kvöld. Vísir/Diego

Agla María Albertsdóttir skoraði eitt mark og lagði upp tvö þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks fóru létt með Val að Hlíðarenda í uppgjöru tveggja af bestu liðum síðari ára í Bestu deild kvenna í fótbolta. 

Agla María var heilt yfir sátt með frammistöðu liðsins í kvöld.

„Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir pásuna, mér finnst við sem lið vera að halda góðum dampi, komum inn í hvern leik og skilum góðri frammistöðu sem er mjög jákvætt.“

Agla María og Birta Georgsdóttir fagna.Vísir/Diego

Lið Breiðabliks er, eins og áður segir, búið að vinna sjö leiki í röð í öllum keppnum. Aðspurð tekur Agla María undir að það sé skemmtilegra þegar vel gengur: 

„Klárt mál, þetta var samt sem áður lykilleikur fannst mér, það getur verið erfitt að koma á Hlíðarenda og þrátt fyrir að þær séu að ströggla þá vorum við alveg klárar á því að þetta gæti orðið erfiður leikur en við gerðum okkur auðvelt fyrir með því að skora snemma, það var mjög gott.“

Agla María lætur vaða. Elísa Viðarsdóttir reynir að koma vörnum við.Vísir/Diego

Breiðablik er á toppi Bestu deildar kvenna með 31 stig að loknum 12 leikjum. Þar á eftir koma FH og Þróttur Reykjavík með 25 stig hvort. Bæði lið eiga leik til góða á Blika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×