Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2025 16:31 Patrick Pedersen og Tryggvi Guðmundsson eru núna efstir og jafnir með 131 mark hvor í efstu deild á Íslandi. Vísir/Diego/Stefán Markametið í efstu deild karla fellur með næsta marki Patrick Pedersen en síðast þegar metið var við það að falla þá féll það ekki nærri því strax. Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973 Besta deild karla Valur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Danski framherjinn skoraði sitt fimmtánda mark í Bestu deildinni í sumar á dögunum þegar Valur vann FH 3-1 í sextándu umferð deildarinnar. Markið hans Pedersen var jafnframt það 131. hjá honum í efstu deild á Íslandi og með því jafnaði hann markamet Tryggva Guðmundssonar. Í kvöld getur hann bætt metið þegar Valsmenn heimsækja Skagamenn. Tryggvi er búinn að eiga metið í næstum því fjórtán ár eða síðan um miðjan september 2011. Tryggvi jafnaði þá markamet Inga Björns Albertssonar með því að skora sitt 126. mark í sigurleik á Stjörnunni. Eyjaliðið átti þá eftir þrjá leiki á leiktíðinni en Tryggva tókst ekki að skora í þeim. Í lokaumferðinni fékk hann tvær vítaspyrnur en klikkaði á þeim báðum. Hann fékk slæmt höfuðhögg í leiknum og sagði í viðtölum að hann myndi ekkert eftir að hafa tekið þessi víti. Biðin eftir metmarkinu lengdist því enn frekar. Hér sjá forsíðumynd Morgunblaðsins daginn eftir að Tryggvi sló metið.Tímarit.is/Morgunblaðið Tryggvi missti síðan af fyrstu fimm leikjum næsta tímabils vegna meiðsla en komst loksins aftur inn á völlinn í sjöttu umferðinni 29. maí 2012. Meiðslin fengu marga til að velta fyrir sér hvort að örlögin væru búin að grípa í taumana en Tryggvi vat ekki á því þegar hann loksins komst inn á völlinn aftur. Tryggvi bætti markametið í fyrsta leik sínum á 2012 tímabilinu með því að skora beint úr aukaspyrnu af um tuttugu metra færi þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka. Það liðu því 257 dagar, frá 15. september 2011 til 29. maí 2012, á milli þess að Tryggvi jafnaði og bætti markametið. Nú er að sjá hversu lengi Pedersen þarf að bíða eftir að eignast metið einn. Valsliðið á auðvitað eftir að spila ellefu leiki á tímabilinu, sex í deildinni og fimm til viðbótar í úrslitakeppninni. Það verða því næg tækifæri á næstunni fyrir Danann marksækna að taka metið af Tryggva. Ingi Björn Albertsson átti metið í þrjátíu ár, eða frá 1982 til 2012, en hann tók metið á sínum tíma af Hermanni Gunnarssyni. Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Síðustu eigendur markametsins í efstu deild karla: Patrick Pedersen 2025- Tryggvi Guðmundsson 2011- Ingi Björn Albertsson 1982-2012 Hermann Gunnarsson 1973-1982 Ellert B. Schram -1973
Besta deild karla Valur Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira